Þriðjudaginn 23. mars s.l. var 72.aðalfundur Náttúrulækingafélaga Reykjavíkur (NLFR) haldin í Ástjarnarkirkju. NLFR er stofnað þann 15.nóvember 1949.
Það eru einungis rúmir þrír mánuðir frá því að síðasti aðalfundur var haldinn eða þann 9.desember og þá með rafrænum hætti sem hefur nú ekki verið venjan hjá félaginu en NLFR eins og önnur félög og fyrirtæki að laga sig að aðstæðum á hverjum tíma. Tæknileg mál vegna fundarins gengu hins vegar mjög vel á fundinum í desember með tilheyrandi kosningakerfi og öðrum rafrænum lausnum.
Það er gleðilegt að þessi fundi var haldinn með þátttakendum í eigin persónu eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina. Vert er að geta þess að vel var gætt að sóttvörnum með grímunotkun, fjarlægðarmörkum, sótthreinsun og sérstakri skráningu gesta í sæti.
Frá síðasta aðalfundi voru haldnir átta stjórnarfundir, allir í síma og verkefnin snúa helst að því að vinna að hugmyndum eða verkefnum fyrir félagið í þessum breyttu aðstæðum.
Starfsemi félagsins gengur vel og stjórn lagði áherslu á að félagið finni þann farveg sem hentar í þessum nýju aðstæðum sem allt samfélagið býr við. Áhersla á fræðslu er mikilvæg, heimasíðumálin eru einnig mjög mikilvæg sem og að skoða nýja kosti varðandi vefmiðla.
Félagsmenn eru 1477 talsins og þar af eru ævifélagar 454 og er félagsskírteinið eftir sem áður vinsælt og vel nýtt af stórum hluta félagsmanna. NLFR er í samstarfi við mörg fyrirtæki sem veita afslætti á vörum og þjónustu og þeir félagsmenn sem dvelja á Heilsustofnun njóta sérkjara. Félagsmenn fá frítt inn á öll málþing sem fræðslunefnd stendur fyrir.
Lagt er til að árgjald verði óbreytt, 3.000 kr. á árinu 2021, þónokkur umræða skapaðist á fundinum undir liðnum önnur mál varðandi hækkun árgjalds.
Fram kom að unnið hefur verið að heimildarmynd um frumkvöðulinn Jónas Kristjánsson um nokkurt skeið og nú er verkefninu lokið. Myndin hefur hlotið nafnið Láttu þá sjá. Um er að ræða 65 mínútna sögustund um líf og starf og arfleifð Jónasar Kristjánssonar læknis sem fæddist árið 1870 og lést á Heilsuhælinu í Hveragerði 1960. Myndin er unnin í sérstaklega ánægjulegu samstarfi við Sagafilm.
Margrét Jónasdóttir er framleiðandi, Guðjón Ragnarsson er leikstjóri og það komu margir að verkinu s.s. Lovísa eða Lay Low sem semur og flytur tónlist í verkinu, Sigurður Skúlason leikari er sögumaður og leikarinn Hilmir Snær bregður sér í raddhlutverk fyrir Jónas í myndinni. Búið er að semja við RÚV um kaup á myndinni og hún verður tekin til sýninga á næstu vikum en dagsetning liggur ekki fyrir eins og staðan er. Fram kom að NLFR styður við verkefnið allt að 2 milljónir króna.
Farið var yfir ársreikning NLFR fyrir árið 2019, tekjur voru um 3.3 milljónir og gjöld um 2.9 milljónir. Sjóðstaða í lok ársins 2019 var um 6.3 milljónir. 1.075 félagsmenn greiddu árgjald árið 2020.
Kosning fór fram í 2 laus sæti í stjórn félagsins og voru þrír félagsmenn í framboði, Bjarni Þórarinsson, Björg Stefánsdóttir og Haraldur Erlendsson. Fór kosning meðal félagsmanna þannig að Bjarni og Björg voru kosin í stjórnina.
NLFR óskar landamönnum gleðilegra páska og minnir einkunnarorð NLFÍ “berum ábyrgð á eigin heilsu”