Sykurlaust páskaegg


Solla á Gló vildi endilega færa okkur hjá NLFÍ þessa uppskrift að hollu páskueggi sem páskaglaðning. 
Við ættum líka að huga að hollustunni og heilsunni þó það séu að koma páskar. 

Uppskrift:
2 msk. kókosolía, fljótandi
2 msk. kakósmjör, bráðið
2 msk. kakóduft
5 dropar stevía

Aðferð:
Hrærið öllu saman í skál, fyllið lítil páskaeggjamót með þessari blöndu, setjið inn í ísskáp eða frysti og látið stífna. Þetta geymist best í kæli eða frysti.
Athugið að magn stevíunnar fer soldið eftir smekk – En passið að stevían er mjög sæt og því þarf mjög lítið af henni.

Verði ykkur að góðu og gleðilega páska.
Solla 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur