Svartbaunaquesadillas með lárperusalsa og sýrðum rjóma

Halldór kokkurá Heilsustofnun NLFÍ heldur áfram að deila með okkur uppáhalds uppskriftum sínum. Fyrir valinu í dag var gómsætt svartbaunaquesadilla með lárperusalsa. Þessi réttur er exótískur og mun ábyggilega gleðja bragðlaukana.

Uppskrift
1 dós svartar baunir
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 dós maukaðir tómatar
1 laukur smátt saxaður
1 græn paprika smátt skorin
4 hvítlauksrif smátt saxað
½  tsk karrý
½ tsk cumin
handfylli saxaður kóríander
½  tsk salt
1 tsk pipar
rifinn ostur
heilhveiti tortillur

Aðferð
Steikjið lauk, papriku, hvítlauk, karrý og cumin í potti. Mauka sólþurrkuðu tómatana í matvinnsluvél og setja út í pottinn ásamt tómatmaukinu svo fara svörtu baunirnar út í. Salt og pipar bætt í. Láta þetta malla við vægan hita í um 10 mínútur. Síðast er svo ferskum kóríander hrært saman við.

Þetta er svo kælt og þegar blandan er orðin köld er hún smurð á tortillurnar rifnum osti dreyft yfir og lokað með annari tortillu. Olía hituð á pönnu og kakan steikt þar til hún er fallega brún á báðum hliðum. Þvínæst skorin í helming og sett uppá disk borið fram með lárperusalsa og sýrðum rjóma.

Lárperusalsa
2 lárperur
1 rauðlaukur
3 hvítlauksrif
safi úr ½ sítrónu
1 lúka ferskur kóríander
smá salt

Allt skorið smátt og blandað saman

Með bestu kveðju og gangi ykkur vel, Halldór kokkur.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur