Steikt lífræn önd í appelsínulíkjörssósu


2 lífrænar endur. 800 til 1.000 gr. hvor, þýddar ef frosnar
1 lítill laukur skorinn í fernt
1 lítil appelsína, skorin í fernt
1 sellerístilkur skorinn í 2-3 cm þykkar sneiðar
1 lítil gulrót skorin í 2-3 cm þykkar sneiðar
salt og ferskur mulinn pipar
2 litlir steikar pokar, einn fyrir hvora önd

Sósa
1 lífræn appelsína
1 matskeið Cointreau appelsínulíkjör
1 matskeið maíssterkja
1/8 teskeið af salti
2/3 bollar vatn (í slurkum)
1/2 bolli hvítvín (t.d. Sauterne)
1/2 bolli þurrt sherry
1/2 bolli sykur
1 matskeið sítrónusafi
1 matskeið rauðvínsedik

Hitið ofninn í 100 gráður °C.

Hreinsið öndina með köldu vatni, hellið af henni og þurrkið með eldhúsrúllu. Stingið göt á húðina með gaffli. Fyllið endurnar með sellerý, lauk, gulrótum og appelsínubátum.

Nuddið hvora andarbringuna með ólívuolíu (Þetta kemur í veg fyrir að öndin festist við pokann. Hafðu þó ekki áhyggjur ef skinnið festist við pokann því það minnkar bara vinnuna við að hreinsa skinnið af síðar.)

Leggju hvorn fuglinn í sinn poka og lokaðu honum í samræmi við leiðbeiningarnar á pokanum. Stingdu lítil göt á pokann til að hleypa út gufum á meðan hann eldast. Leggðu öndina í ofnskúffu og leggðu hann í ofninn. Steiktu öndina hægt og rólega í 3-4 tíma (fer eftir stærð andarinnar). Endurnar eru tilbúnar þegar þú sérð leggina byrja að fjarlæjgast bringuna. Þegar þeir eru tilbúnir tekurðu endurnar úr ofninum.

Á meðan endurnar eru að eldast býrðu til sósuna. Skrældu hálfa appelsínu með skrælara og gættu þess vel að skilja hvíta hýðið eftir á berkinum. Skerðu börkinn í þunnar ræmur. Kreistu safann úr appelsínunni og settu til hliðar. Hrærðu saman Cointreau, maíssterkju, salt og pipar saman og leggðu til hliðar.

Þegar fuglarnir eru tilbúnir, settu á þig hanska, opnaðu steikarpokana og hafðu fat tilbúið til að bera þær fram í. Fjarlægðu skinnið af öndunum og taktu bringurnar varlega frá bringubeininu þannig að þú getir lagt bringurnar á aðlaðandi hátt á fatið. Leggjunum og afganginum af kjötinu geturðu svo raðað þar í kring.

Hreinsaðu fituna úr kjötsoðinu í ofnskúffunni með því að hella því í skál og láta það standa. Fitan safnast þá fyrir efst á vökvanum. Þú getur lagt ísmola ofan í til þess að flýta fyrir storknuninni og fjarlægt síðan fituna og ísmolana í einu lagi. Endurtaktu þar til öll fita er farin úr vökvanum.

Helltu safanum aftur í ofnskúffuna á miðlungshita. Bættu við 1/3 bolla af vatni, víni og sherrý. Láttu sjóða í ofnskúffunni. Eldaðu þar til að eftir eru um 3/4 bolli. Á meðan bræðirðu sykur í miðlungs sósupotti í um 10 mínútur þar til hann byrjar að fá á sig ljósan karamellubrúnan lit. Hrærðu út í 1/3 bolla af vatni, appelsínusafa, sítrónusafa og ediki. (Sykurinn byrjar að harna en haldið áfram að hræra þangað til hann hefur allur leysts upp.) Bættu út í appelsínuberki, soðinu og maíssterkjublöndunni. Eldaðu og hrærðu þar til blandan síður og láttu hana sjóða í eina mínútu.

Búðu til 4 skammta.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur