Halldór kokkur á Heilsustofnun deildi þessari gómsætu og litríku uppskrift með okkur. Ekki skemmir fyrir að hún er í jólalitum. Verði ykkur að góðu.
400 gr. spínat ferskt eða frosið
2-3 egg, fer eftir stærð
1 laukur, smátt saxaður
3 hvítlauksrif
½ tsk. múskat
3 msk. heilhveitispelt eða byggmjöl
1 tsk. salt
1tsk. grófmalaður svartur pipar
1 dós kotasæla
Aðferð:
Ef spínatið er ferskt skal snöggsjóða það fyrst og setja strax í ísvatn og saxa það smátt. Laukurinn og hvítlaukurinn er svitaður á pönnu. Svo er öllu blandað vel saman nema kotasælunni.
Smjörpappír settur á bökunarplötu og spínatdeiginu smurt á ekki of þykkt þetta er svo bakað í ofni á 180 gráðum í 10-12 mínútur, tekið úr ofninum og látið kólna. Svo er kotasælunni smurt ofaná og rúllað upp.