Spínatkaka Gosiu

Gott er að kunna að búa til góða og girnilega spínatköku. Þegar vel heppnast þá er þetta næringarríkur matur sem lendir einhvers staðar á milli aðalréttar og eftirrétts, og hentar því vel sem hvoru tveggja og sem veislumatur. Þessi spínatkaka frá Gosiu er gerð í nokkrum lögum og því gott að lesa leiðbeiningarnar um samsetningu kökunnar vel, áður en hafist er handa.

 

Kakan sett saman frá grunni:

  1. 1/3 til ¼ skorið efst af kökunni og geymt
  2. Kakan bleytt með ávaxtasafanum og sykrinum sem búið er að hita og blanda
  3. Bláberjasulta er smurð á kökuna í mjög þunnt lag (notaði sykurlausu í háu krukkunum)
  4. Kremið er smurt á kökuna
  5. Toppurinn á kökunni mulinn yfir kremið
  6. Borðað með bestu list

BOTN

230 gr hveilhveiti (má blanda með öðru mjöli en verður að vera líka hveiti)

200 gr Caribbean gold sugar (má nota agave eða annað) 

250 gr ferskt spínat

150 ml olívuolía

4 egg

2 stórar skeiðar sítrónusafi (af ferskri sítrónu, ekki úr fernu)

5 stórar skeiðar appelsínusafi (fersk appelsína, ekki úr fernu)

Börkur af einni sítrónu

Börkur af einni appelsínu

2 ½ tsk lyftiduft

Smá salt

Aðferð:

  1. Spínat og olía í blandara, blanda vel svo að hún verði að sósu
  2. Blandaðu næst saman hveiti og lyftidufti í skál
  3. Þá blandarðu saman í aðra skál eggjum og hrá sykrinum – þeytt saman þar til verður að þykkri hvítkenndri froðu
  4. Næst bætirðu við helmingi af berkinum (appelsinu og sítrónu) og öllum safanum varlega við froðuna. Notið handþeytara núna og hafið á lægsta hraða.
  5. Þá blandarðu hveitiblöndunni mjög varlega saman við froðuna, eina skeið í einu og þeyta á milli áfram á hægasta með handþeytara, það er gert til þess að froðan falli ekki.
  6. Nú er spínatblandan blönduð við í lokin, áfram varlega – olían er þung og fellir niður froðuna, setja því alveg í blálokin.
  7. Settu blönduna í form
  8. Bakaðu á 175° á blæstri í um 25-50 mín (fer eftir ofninum). Gott er að  opna ofninn eftir 25 mín, stinga prjóni í og ef prjónninn er þurr, þá er kakan tilbúin. 

Þegar kakan hefur kólnað þá er skorið ofan af henni um 1/3 og geymt til að nota sem mylsnur ofan á kökuna.

Kakan er frekar þurr og því er gott að blandaa 1 msk sykur, 1 msk appelsínusafi (úr appelsínu) og 1 msk sítrónusafi í pott og hita saman, dreifa svo yfir kökuna til að mýkja hana.

Þá næst er bláberja sultan að sett á kökuna og næst byrjað á kreminu.

KREM: 

Mikilvægt að allt sé vel kalt.

200 ml rjómi

2 msk agave

250 gr mascarpone ostur

Restin af sítrónu- og appelsínubörkinum

½ tsk kanill

180 gr af 75% dökku súkkulaði, saxað

Aðferð:

  1. Rjómi og agave þeytt saman
  2. Mascarpone ostinum blandað við ein skeið í einu með handþeytara á hægasta hraða
  3. Börkurinn og kanillinn blandað við
  4. Að lokum súkkulaði og hræara með sleif eða sleikju saman.

Kremið sett í kæli og látið þykkna aðeins áður en borið á kökuna.

Að lokum er mulningurinn settur yfir kremið og þá er kakan tilbúin!

Verði ykkur að góðu!

GOSIA

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur