Sinneps- og hunangslagaður silungur

Þessi girnilega silungsuppskrift kemur frá matreiðslusnillingnum Gosiu. Þessi uppskrift klikkar ekki og ekki skemmir fyrir að silungurinn er stútfullur af vítamínum og omega-3 fitusýrum. Það er góð næringarregla að borða fisk tvisvar sinnum í viku.

Uppskrift
1 stk silungur (meðalstór)
100 gr. möndlur
2 ½  matskeið hunang ( ca. 40-50gr)
60 ml. ólífuolía
Pipar og salt
½  sítróna

Aðferð
Möndlurnar eru malaðar í matvinnsluvél. Ólífuolían, tvær matskeiðar af hunangi og safa af hálfri sítrónu er sett í skál og öllu blandað saman. Þessu er smurt á silunginn og möndlunum dreift yfir ásamt salti og pipar.
Eldað í ofni í ca, 20 mínútur við 175 °C. 

Fiskisósa
150 gr grísk jógúrt
2 msk. hunang (ca 40gr )
5 msk. hunangssinnep (ca. 80-100gr )
Salt og dill fyrir bragðið en það er valfrjálst

Öll blandað í skál og kælt vel. 

Verði ykkur að góðu.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur