Rótargrænmeti í ofni

Guðríður Helgdóttir, betur þekkt sem Gurrý deildi þessari einföldu en góðu uppskrift með okkur. Gurrý er menntaður garðyrkjufræðingur og var með þætti á RÚV í vetur undir heitinu; Í garðinum með Gurrý.
Gurrý hefur einnig haldið matreiðslunámskeið á vegum NLFÍ.

Uppskrift
Ýmiss konar rótargrænmeti (kartöflur, sætar kartöflur, gulrætur, steinseljurót, sellerírót, rófur) skorið niður í teninga.  Stærð teninganna hefur áhrif á eldunartímann þannig að ef tími er af skornum skammti er sniðugt að hafa teningana frekar smáa.

Rauðlaukur og/eða matlaukur skorinn niður í meðalstóra bita, eins má nota hvítlauk með, jafnvel blómkál og spergilkál. Grænmetið sett í eldfast mót. Kryddað með salti, rósmaríni og timían, jafnvel pipar ef vill. Matarolíu hellt yfir (t.d. Isio 4 olíu), ca ½ dl í stórt eldfast mót. Hlynsýrópi hellt yfir (ca ½ dl).

Bakað í ofni við ca 180°C í 30-45 mínútur, eftir stærð bitanna. Má alveg vera aðeins fast undir tönn þegar þetta er tilbúið
Frábært meðlæti með sunnudagssteikinni og hæglega hægt að undirbúa daginn áður. 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur