Rabbabarasýróp Ágústu

Þessi skemmtilega uppskrift af rabbabarasýrópi kemur úr smiðju Gurrýjar garðyrkjufræðings, þó uppskriftin sé kennd við Ágústu.

Uppskrift:
½ kíló af rabarbara
1 dl vatn
1 vanillustöng, skorin eftir endilöngu 

Aðferð:
Allt sett í pott og soðið þar til rabarbarinn er orðinn vel mjúkur. Gumsið síað gegnum sigti eða klút, þá fást ca 2-3 dl af vökva.
½ kg af sykri soðið saman við vökvann í 5-15 mínútur, kælt og notað með ís og á pönnukökur eða bara eitt og sér.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur