Ómótstæðileg sætkartöflu- og hnetusmjörssúpa

Fátt er betra á köldum vetrarkvöldum og yljandi góð súpa. Þessi sætkartöflusúpa er matarmikil, næringarrík, þykk og einstaklega bragðgóð. Ekki skemmir að hún er í anda veganúar og er 100% vegan.

  • 2 stórar sætar karftöflur
  • 1  msk  repjuolía
  • 1 lítill laukur, saxaður
  • 1 stórt hvítlauksrif, í hvítlauskpressu
  • 750 ml tómatsafi
  • 120 g grænn chilli, skorin í bita
  • 2 tsk ferskur engifer, í pressu
  • 1 tsk allspice krydd
  • 400 ml grænmetissoð
  • 120 g hnetusmjör
  • Pipar, til bragðbætingar ef þarf
  • Saxaður kóríander til skreytingar

Aðferð
Stingdu sætu kartöflunar nokkrum sinnum með gaffli. Setið í örbylgjuofn á hæstu stillingu og eldið í gegn í 7-10 mínútur. Kælið að því loknu.

Á meðan kartöflurnar eru að bakast, hitaðu laukinn í 2-4 mínútur á pönnu. Bættu við hvítlauknum og hitaðu í um 1 mínútu. Bættu við tómatsafanu, chillinu, engiferinu og allspice í pott. Láttu þetta sjóða létt og hitaðu í 10 mínútur.

Skrældu kartöflunar og skerðu í munnbita. Bættu helmingnum í potttinn. Settu hinn helminginn í matvinnsluvél með soðinu og hnetusmjörinu. Mixaðu þar til það er orðið að góðu mauki. Þessu er þvínæst bætt við í pottinn, hært vel í og allt hitað vel. Bættu vatni í súpuna ef þér finnst hún of þykk. Bragðbættu með pipar og skreyttu með koríander.

Verði þér að góðu.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur