Kapers kjúklingur

Matreiðslumeistarinn Gosia gaf okkur uppskriftina af þessum dýrindis kaperskjúkling. Þetta er uppskrift sem vert er að prófa og bjóða vinum og vandamönnum í kvöldverð á sunnudaginn.

Kjúklingur

400 gr  úrbeinaður kjúklingur
30 gr hökkuð steinselja
½  tsk salt
⅓  tsk pipar
1 msk sítrónusafi

Aðferð

Setið steinseljuna, sítrónusafann og kryddin yfir kjúklinginn. Að því loku er lok sett á kjúklinginn og hann látinn standa í ísskáp í um klukkustund. Hann er svo bakaður við 175°C í 30 mínútur. Að því loknu er hann bitaður niður í steikingarfat og kaperssósunni hellt vel yfir allan kjúklinginn og eldað í 10 mínútur við 175°C.

Kapers sósa

200 ml kókosmjólk
10 msk kapers
150 gr steinselja
1 stór laukur, saxaður í teninga
⅓ bolli hvítvín
3 msk ólífuolía
Sítrónubörkur af einni sítrónu
1 msk grænmetiskraftur
Maíssterkja – Til að þykkja sósu
Smá salt og pipar

Aðferð

Steikið laukinn í olíu þar til hann verður gullbrúnn. Bætið við kókosmjólk, lauk, kapers, sítrónusafa og grænmetiskraft. Bíðið þangað til suða kemur upp og bætið þá við steinselju. Blandið í aðra skál 2 msk af vatni með maísstekju og  hellið yfir sósuna. Þegar sósan þykknar, bætið þá salti og pipar eftir smekk og kapers ef þú vilt enn meira bragð.

Það gott að hafa hýðishrísgrjón og ferskt salat með þessum rétt.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur