Indversk karrýsósa

Matreiðslumeistarinn Gosia á heiðurinn að þessari dýrindis sósu. Með því að undirbúa þessa sósu með matnum getur hann varla klikkað.
Verði ykkur að góðu.

Uppskrift
2 laukar
3 msk ólífuolía
4 hvítlauksgeirar
250 gr ferskur ananas
1 stk sítrónugras
150 ml vatn
200 ml kókosmjólk
½ chilli
1 msk karrýpaste
2 msk garam masala
Salt og pipar að smekk
Smá sítrónusafi

Aðferð
Ananas er blandað í blandara með vatni og hökkuðu sítrónugrasi. Laukurinn er skorinn smátt  og steiktur í ólífuolíu í nokkrar mínútur. Bætið við hökkuðum hvítlauk og chili og hitið smá. Kryddið (karrýpaste og garam masala) og hitið nokkra stund. Bætið við ananas og kókosmjólk. Saltið og piprið að eigin smekk. Bætið við sítrónusafa ef þú vilt enn meira bragð.

Þessi sósa er frábær með kjúkling eða fiski.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur