Veturinn er enn í gangi á Íslandi þó vorið sé á næsta leyti. Á köldum vetrarkvöldum er fátt betra en henda í góða og matarmikla súpu. Hér er uppskrift úr smiðju Halldórs yfirkokks á Heilsustofnun NLFÍ. Með þessari bragðgóðu súpu er frábært að hafa naan brauð.
Indversk blómkálssúpa
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 msk. saxað engifer
½ tsk. túrmerik
1 tsk. cuminfræ
1 tsk. svört sinnepsfræ
2 tsk. möluð kóríanderfræ
300 g blómkál
100 g kartöflur
1 L. grænmetissoð
Olía til steikingar
Salt og pipar eftir smekk
2 msk. saxað, ferskt kóríander
Aðferð
Laukurinn og hvítlaukurinn eru steiktir í potti með olíunni í 2-3 mínútur ásamt fræunum. Grænmetinu er bætt við ásamt soðinu. Sjóðið í u.þ.b. 20-30 mínútur, eða þar til grænmetið er fullsoðið.
Smakkkið til með salti, pipar og fersku kóríand
Naan brauð
1 kg heilhveiti
1 ltr. AB-mjólk
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
Ögn af salti
Salti, pipar eða hvítlaukur
Aðferð
Betra er að laga degið kvöldinu áður. Deigið er svo flatt úr, penslað með bræddu smjöri og kryddað með salti, pipar og jafnvel hvítlauk. Bakað í ofni við 200°C í ca. 5-10 mínútur.
Verði ykkur að góðu.