Hollustustykki – Uppskrift

Allskyns próteinstykki og orkustykki eru mjög vinsæl um þessar mundir og seljast eins og heitar lummur. Það virðist vera nóg að setja á umbúðir þessara stykkja að það séu 20-30 grömm prótein í þeim og seljast mjög vel. Því miður gleymir neytandinn oft að huga að öðrum innihaldsefnum sem eru oft í þessum stykkjum og eru síður en svo holl eins og t.d. viðbættur sykur, sætuefni, litarefni og bragðefni.

Hér eru uppskriftir af hollustustykkjum sem þú getur gert heima og eru þau margfalt hollari en mikið af þeim „hollustu“stykkjum sem fást í matvörubúðum.

Hnetusmjörsstykki

Uppskrift
7  döðlur
5 tsk heitt vatn
130 g hnetusmjör, ósætt
3 msk sýróp
1 tsk vanilludropar
300 g tröllahafrar
2 tsk chiafræ
2 tsk hörfræ

Aðferð
Settu döðlurnar í heitt vatnið í um 10 mínútur og settu þær svo í blandara.
Þessari blöndu er blandað saman við hnetusmjörið, sýrópið og vanilluna og hitað á pönnu þar til það er vel blandað saman.
Því næst er tröllahöfrunum, chiafræjunum og hörfræjunum bætt við hnetusmjörsblönduna í stóra skál.
Breyddu úr blöndunni á plötu með bökunarpakkír og þrýstu létt niður. Blandan er því næst látin vera í frysti í a.m.k. 2 klukkkustundir.
Skerðu svo í  stykki í þeim stærðum sem henta þér og geymdu í frysti.

Bananabrauðsstykki

Uppskrift
320 g  tröllahafragrautur
2 msk hörfræ
1 tsk kanill
½ tsk salt
2 bananar, vel þroskaðir
4 msk hunang
1 tsk. vanilludropar
12g döðlur, saxaðar

Aðferð
Hitaðu ofninn í 180°C.
Blandaðu hafragrautnum, hörfræjum, kanil og salti í stóra skál. Bættu við bönunum, hunangi og vanilludropnum og blandaðu vel saman. Bættu því næst döðlunum við.
Breyddu úr þessu á bökunarpappír á plötu. Hitað í um 20-25°C, þar til að bitinn er orðinn brúnleitur. Kældu og skerðu í hentuga bita.

Granólastykki

Uppskrift
160 g tröllahafragrautur
40 g Cornflakes
2 msk. chiafræ
2 msk hörfræ
35 g graskersfræ
25 g möndlur, saxaðar
60 g möndlusmjör
120 g hunang
2 msk. dökkt súkkulaði, skorið í bita

Aðferð
Blandaðu hafragrautnum, kornflögunum, fræjunum, súkkulaðinu og möndlunum í skál.
Hitaðu hunangið og möndlusmjöri í um 45 sekúndur í örbylgjuofni og helltu yfir blönduna í skálinni.
Blandaðu þessu vel saman og settu á plötu með bökunarpakkír og þrýstu létt niður. Þetta eru svo sett í frystir í um 30 mínútur. Að því loknu er þetta skorðið í bita sem þér hentar.

Þýtt og endursagt
https://www.runtastic.com/blog/en/homemade-granola-bars-3-quick-easy-diy-recipes/

 

 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur

1 Ummæli

Erla Eggertsdóttir 28. ágúst, 2018 - 21:47

Mjög áhugasöm

Comments are closed.

Add Comment