Hollasta brauð í heimi – „Frækubbur“

Það er sífellt verið að hvetja okkur til að borða grófkornamatvörur vegna meira magns trefja, vítamína og steinefna en í mikið möluðum kornvörum.
Hér er komin uppskrift af einu grófasta brauði sem hægt er að finna, það er uppfullt af næringarríkum fræjum og möndlum.
Það er nýbyrjað að bjóða upp á þetta brauð á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Uppskrift (2 hleifar)
300 g sólblómafræ
180 g hörfræ
130 g niðurskornar heslihnetur eða möndlur
300 g haframjöl
4 msk chiafræ
6 msk psyllium husk duft
2 tsk sjávarsalt
2 msk sýróp
6 msk brædd kókosolía
700 ml vatn

Aðferð

  1. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Hrærið saman sýrópíð, kókosolíuna og vatnið. Bætið þessu því næst við þurrefnin og blandið vel saman.
  2. Deigið á að vera þykkt en þó ekki of þykkt, ef deigið er of þykkt til að hræra það bætið þá 1-2 msk af vatni við þar til deigið verður hæfilega þykkt.
  3. Degið er sett í tvö form (sílikonform eða olíuborið form). Gott er að slétta úr yfirborðinu og látið deigið standa í 2 klst áður en það er bakað.
  4. Brauðið er bakað við 175°C í 20 mínutúr. Takið brauðið því næst úr forminu og snúið því á hvolf á plötu og bakið í 30-40 mínútur.
  5. Brauðið er tilbúið þegar það virðist holt að innan þegar slegið er ofan á það.
  6. Brauðið geymist í lokuðum umbúðum í um 5 daga og einnig má frysta það.

Verði ykkur að góðu.

Þessi uppskrift er tekin af www.food52.com

Related posts

Hollustustykki – Uppskrift

Sænskar kókoskúlur

Bleik október hugleiðing