Heimagert granóla

Það er fátt betra en heimagerður matur og er múslíið þar engin undantekning. Með því að sjá um þetta sjálfur getur maður líka minnkað til muna sykurmagnið sem er oft gríðarlegt í tilbúnu múslí úr matvörubúðum. Hér er uppskrift af næringarríku og mjög bragðgóðu granóla. Það er stútfullt af trefjum, próteinum og góðum fitusýrum. Þetta er mjög lágt í kolvetnum og nýtist vel þeim sem eru að tileinka sér lágkovetnafæði.

Uppskrift
250 g möndlur og/eða hnetur (pekan- eða hestlihnetur)
240 ml vatn
70 g  kókosflögur
140 g sólblómafræ
130 g hörfræ
55g möndlumjöl
30 g graskersfræ
30 g sesamfræ
4 msk kókosolía
1 msk túrmerik
1 msk kanill
2 tsk vanilluextrakt

Aðferð

  1. Hitið ofinn í 150°C. Brytið möndlurnar/hneturnar í matvinnsluvél eða með beittum hníf.
  2. Blandið öllum innihaldsefnum saman í skál og breiðið út á bökunarpappír.
  3. Hitið blönduna í 20 mínútur í ofinum. Gætið vel að tímanum. Hnetur og fræ eru mjög viðkvæm fyrir hita og gæta ætti að því að þau brenni ekki.
  4. Taktu út úr ofninum og hrærðu í blöndunni og hitaðu í aðrar 20 mínútur.
  5. Athugaðu blönduna þá og ef að hún virðist næstum þurr, slökktu á ofinum og leyfðu blöndunni að þorna enn frekar í ofinum, meðan hann kólnar.

Granólað er frábært sem morgunmatur með grískri jógúrt, berjum og rjóma (um helgar)

Þessi uppskrift er fengin af https://www.dietdoctor.com/recipes/golden-low-carb-granola

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur