Uppskrift Rögnu Ingólfsdóttur að grænmetis lasagne er algjört konfekt fyrir bragðlaukana.
Uppskrift:
Hráefni fyrir eitt stórt glerfast mót
1 pakki heilhveiti tortillur
1 dós nýrnabaunir
1 dós niðurskornir tómatar
1 rauðlaukur
1 laukur
brokkolí
blómkál
sveppir
1 lítil kotasæla
Rifinn ostur
Krydda með cayenne pipar, himalayja salti, papriku kryddi
Aðferð:
Skera grænmetið
Smyrja eldfast mót með ólífuolíu og setja 2 heilhveiti tortillur neðst
Blanda saman nýrnabaunum, tómötum, lauk, rauðlauk og krydda og setja síðan ofan á
Sletta kotasælu ofan á það
Setja 2 heilhveiti tortillur næst
Raða brokkolí, blómkáli og sveppum ofaná og krydda meira ef vill
Setja eina umferð enn af tortillum ef vill og rifinn ost efst
Inní ofn í 15-20 mín. á 180°
Gott er að borða salat með sem samanstendur af til dæmis kálhaus, gúrku og avókadó.
Vatn drukkið með.
Verði ykkur að góðu.
Ragna Ingólfsdóttir