Grænkálsbeðjulasagne með ólífum


Halldór kokkur á Heilsustofnun NLFÍ deildi með okkur þessari nýstárlegu og gómsætu lasagneuppskrift.
Þessi matarmikla uppskrift er alveg tilvalin í kvöldmatinn.

Uppskrift
1 pakki lasagneblöð 
1-2 msk. lífræn kókosfita eða önnur hitaþolin olía
2-3 laukar, smátt saxaðir 
1 poki fersk grænkálsbeðja og spínat saxað  eða um 5-600gr, allt  blandað saman
½ tsk. múskat 
1 tsk. karrý 
1 tsk. salt 
1-2 dósir kókosmjólk 
200-300 gr. rifinn ostur 
200–300 gr. soðnar kartöflur eða hýðishrísgrjón 
nokkrar ólífur

Aðferð
Laukurinn er mýktur í smá fitu í um 10 mín og þá er grænkálsbeðju og spínati bætt útí smátt og smátt, sem og kryddinu og kókosmjólkinni og þetta er látið malla í ca 10 mín.
Þetta  sett í skál og bætið ostinum og kartöflunum/hrísgrjónunum útí.  Setjið þvínæst í lögum í ofnfast mót lasagnaplötur og fyllingu og lasagnaplötur og fyllingu o.s.frv.

Það er hægt að strá smá aukaosti yfir fyllinguna áður en lasagnaplöturnar eru settar ofan á fyllinguna. Eins er hægt að hella smá auka kókosmjólk hringinn í kringum formið innanvert ef fyllingin er of þurr.
Endað er með að strá smá ost og ólífumi yfir.

Bakið við 200°c í um 25-30 mínútur. Hafið lok eða álpappír yfir þegar þið bakið að undanskildum síðustu 5 mínúturnar, en þá er gott að baka loklaust.
Hægt að gera þessa uppskrift glútenlausa ef notaðar eru glútenlausar lasagnaplötur og mjólkurlausa ef notaður er sojaostur.

Verði ykkur að góðu.

Kveðja, Halldór kokkur á Heilsustofnun NLFÍ

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur