Glútenlausar bananamöffins


Maíuppskriftin frá Rögnu Ingólfsdóttur ber keim af sumrinu. Þessar hollu möffins er frábært að taka með sér sem nesti í ferðalagið, hjólreiðatúrinn eða fjallgönguna.

200 gr hrísmjöl
60 gr kartöflumjöl
30 gr maismjöl
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk kanill
0,5-1  tsk himalaya salt
4 stórir vel þroskaðir bananar, stappaðir
2 egg
1 msk kókosolía (fljótandi)
100 ml hrísmjólk 

Öllu blandað saman og hrært vel. Einnig er hægt að bæta út í deigið sólblómafræjum, kókosmjöli, eða því sem þér finnst gott. Síðan er þessu skellt í form og á 190-200°C í ofn í 20-25 mín. 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur