Fiskréttur með blómkálssalati frá Rögnu


Ragna Ingólfsdóttir badmintonhetja með meiru, deildi þessari gómsætu uppskrift með okkur.
 

Þessi uppskrift er miðuð við tvo.
 
500-700 gr. keila
Salt, pipar, turmerik
Smá ólívuolía
1 dl. hýðishrísgrjón
5-6 dl. vatn
½-1 blómkálshaus
4-6 konfekttómatar
1 þroskað avókadó
100 gr. grísk jógúrt
Krydd eftir smekk; salt, karrý, cayenne pipar, papriku krydd
1-2 tsk tamari sósa
Vínber eftir smekk
 
Skerið keiluna í bita. Keilan er síðan marineruð í smá stund með salti, pipar, turmerik og smá ólívuolíu. Því næst er keilan sett í eldfast mót í 200 gráðu heitan ofn í um 20 mínútur. Ég nota síðan smá smjör með fiskinum.
 
Sjóðið vatn, þegar suðan er komin upp látið þá hrísgrjónin út í vatnið og hrærið í. Lækkið hitann og látið grjónin sjóða í 15 mín. Smakkið grjónin, sjóðið þau lengur ef þau eru enn of hörð.
 
Skerið blómkálið og tómatana smátt og setjið í skál. Maukið avókadóið. Hrærið saman grískri jógúrt, salti, karrý, cayenne pipar, papriku kryddi, tamarisósu og avókadóinu. Setjið sósuna saman við grænmetið. Skerið vínberin í tvennt og stráið yfir. 
 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur