Fiskréttur frá Rögnu Ingólfs


Uppskrift af gómsætum fiskrétti frá Rögnu Ingólfsdóttur. Upprunalegu uppskriftina er að finna í bókinni „Af bestu lyst“. Þessi er með hýðisgrjónum sem innihalda trefjar og næringarefni.

Fiskréttur (fyrir tvo með góða lyst)

700gr nýr þorskur
3 msk rautt pestó
salt og pipar
½ -1 tsk cayenne pipar
1 msk jómfrúar ólífuolía
1 rauð paprika
½ kúrbítur
250 gr konfekttómatar
50 gr fetaostur
smá brokkolí

1dl. hrísgrjón
1 tsk. túrmerik

Sjóða hrísgrjónin og strá túrmerik yfir þau þegar að þau eru tilbúin.
Hita ofninn í 180°. Skera þorskinn niður í löng stykki og krydda með salti og pipar.

Setja 2 msk af pestó á hvert stykki og brjóta það svo saman utanum pestóið. Setja stykkin í
eldfast mót sem búið er að pensla með olíu.

Skera grænmetið og dreifa því á milli þorskstykkjanna. Dreifa síðan feta ostinum yfir. Krydda
með salti og cayenne pipar.

Baka þorskinn í um það bil 25 mín., þar til hann er eldaður í gegn og grænmetið orðið meyrt.

 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur