Einstök eplabaka


Solla á Gló á heiðurinn að þessari gómsætu eplaböku uppskrift. 

 

Bökubotn:
4 dl kókosflögur
3 dl pekanhnetur
2 dl döðlur, smátt saxaðar
1 dl mórber
1 tsk vanilla, duft eða dropar
1/8 tsk sjávarsalt 

Marsipan lag
150g heslihnetur, malaðar fínt
¼ tsk salt
½ dl agavesýróp
1 tsk vanilludropar eða duft
½ dl kókosolía eða kakósmjör
6-8 möndludropar 

Eplafylling
1 ¼ dl möndlur
1 ¼ dl kókosmjöl
2 ¼ dl döðlur, smátt saxaðar
¾ dl ljósar rúsínur, smátt saxaðar
1 tsk kanill
¼ tsk allrahanda
¼ tsk vanilluduft
3-4 epli, rifin á grófu rifjárni (t.d. 2 rauð og 2 græn) 

Skraut
Mórber og eplasneiðar

Botn
Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman. Deigið er tilbúið þegar það klístrast saman. Skiptið deiginu í fernt. Notið fjögur 10-12 cm bökuform með lausum botni. Þrýstið niður í formin og setjið inn í frysti á meðan verið er að búa til marsipanið. Ath að hægt er að nota eitt 23/26 cm bökuform í staðin fyrir fjögur lítil.

Marsipan lag
Setjið allt nema kókosolíu/kakósmjör í matvinnsluvélina og blandið mjög vel saman. Bætið kókosolíu/kakósmjöri útí og klárið að blanda. Skiptið marsipaninu í fernt og setjið lag oná hvern botn.

Eplafylling
Setjið möndlur, kókosmjöl, döðlur, rúsínur, kanil og allra handa í matvinnsluvél og blandið vel saman og setjið í skál. Kreistið safann (það þarf virkilega að kreista vel svo fyllingin verði ekki of blaut) vel úr rifnu eplunum og bætið þeim útí skálina og klípið þetta vel saman. Skiptið fyllingunni í fernt og setjið ofan á hvern botn. Skreytið með mórberjum og eplasneiðum.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur