Blómkálsbollur með hnetusósu


Hér kemur gómsæt uppskrift mánaðarins frá Halldóri Steinssyni, matreiðslumeistara á HNLFÍ í Hveragerði.

 

500gr soðið blómkál
200gr fínt skorinn blaðlaukur
100gr smátt skorið sellerí
100gr soðin hrísgrjón
2msk saxað kóríander
2 tsk karrý
Safi úr ½ sítrónu
1 egg
4 msk spelthveiti eða bókhveiti ef gera á glúteinlausar bollur
3 hvítlauksrif pressuð
Salt/pipar
 
Byrja á því að saxa blómkálið fínt og blanda svo öllu saman. Ef blandan er of blautt þá er bætt við smá meira spelt.
Bollurnar eru svo mótaðar og steiktar á pönnu uppúr kókosolíu eða annari olíu eftir smekk.
 
Hnetusósa
150 gr hnetusmjör, whole earth crunchy
2 ½ msk sojasósa
safi úr einu lime
1 msk rifinn engifer
1 msk agave eða önnur sæta t.d hunang 
1 hvítlauksrif, rifið
1 rautt chilli, saxað smátt
3 dl kókosmjólk
 
Allt sett í pott og hitað varlega að suðu.
 

Related posts

Bleik október hugleiðing

Sæt dressing með kóríander og myntu

Náttúrulegur og nærandi hlaupadrykkur