Nýr pistlahöfundur

Það er ánægjulegt að tilkynna að Hildur Ómars er nýr pistlahöfudur á síðunni.

Hild­ur er tveggja barna móðir, upp­skrifta­smiður og lærður um­hverf­is-og bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur. 
Hild­ur ólst upp sem græn­met­isæta og varð veg­an á full­orðins­ár­um og hefur brennandi áhuga á næringu og öllu sem stuðlar að heilun og lækningarmætti líkamans og stundar nú nám í heildrænni næringarfræði hjá University of natural health.
Hún held­ur úti heimasíðunni hilduromars.is ásamt instagram miðlinum @hilduromarsd þar sem áhersla er lögð á heilnæman grænkeramat ásamt fleiru tengdu heilsueflandi lífstíl.

NLFÍ hlakkar til samstarfsins við Hildi og bjóðum hana innilega velkomna til starfa.

Related posts

„Heilsustofnun getur ekki beðið lengur“

Þjónusta Heilsustofnunar geti lagst af í núverandi mynd

Innviðaskuld í endurhæfingu