Nýr pistlahöfundur

Það er ánægjulegt að tilkynna að Hildur Ómars er nýr pistlahöfudur á síðunni.

Hild­ur er tveggja barna móðir, upp­skrifta­smiður og lærður um­hverf­is-og bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur. 
Hild­ur ólst upp sem græn­met­isæta og varð veg­an á full­orðins­ár­um og hefur brennandi áhuga á næringu og öllu sem stuðlar að heilun og lækningarmætti líkamans og stundar nú nám í heildrænni næringarfræði hjá University of natural health.
Hún held­ur úti heimasíðunni hilduromars.is ásamt instagram miðlinum @hilduromarsd þar sem áhersla er lögð á heilnæman grænkeramat ásamt fleiru tengdu heilsueflandi lífstíl.

NLFÍ hlakkar til samstarfsins við Hildi og bjóðum hana innilega velkomna til starfa.

Related posts

Heilsustofnun NLFÍ – Stofnun ársins 2024

Heilsusamfélag á einstökum stað – Opið hús 19.janúar

Gleðilegt nýtt ár