Þann 9. desember 2020 var haldinn 71. aðalfundur NLFR. Fundurinn var haldin með rafrænum hætti og var vel sóttur af félagsmönnum
Helstu atriði fundarins:
Skýrsla stjórnar var kynnt og voru haldnir fimm fundir hjá stjórn NLFR á tímabilinu
- Fjöldi félagsmanna er 1.424.
- NLFR veitti námskeiðsstyrki til félagsmanna sem sóttu námskeið á Heilsustofnun á árinu 2019, allt að 20% af heildarkostnaði námskeiða.
- Kryddjurtanámskeið var haldið í samstarfi við Auði I. Ottesen.
- Stjórn veitti viðurkenningu til Karenar Emelíu sem rekur Matarbúr Kaju á Akranesi.
- Landsþing var haldið í september 2019 og sátu 30 þingfulltrúar þingið fyrir hönd NLFR.
- Kyrrðarkvöld var haldið í Áskirkju, upplestur, tónlist og veitingar
- NLFR styrkti fjallagrasaferð sem farin var á árinu norður í land en þar voru týnd fjallagrös fyrir Heilsustofnun.
- Heimildarmynd hefur verið í vinnslu um alllangt skeið en NLFR hóf þá vinnu og nú styttist í að myndin verði frumsýnd.
- Fyrir fjórum árum var samþykkt að eyrnamerkja 500 kr. af hverju greiddu árgjaldi í heimildarmyndina og er framlag NLFR um tvær milljónir í verkefnið.
- Ingi Þór Jónsson fór yfir ársreikning NLFR fyrir árið 2019, tekjur voru um 3.5 milljónir og gjöld um 2.5milljónir. Sjóðstaða í lok ársins 2019 var um 5.2 milljónir.
Tilnefningar til trúnaðarstarfa
- Þeir sem gáfu kost á sér voru: Brynja Gunnarsdóttir, Haraldur Erlendsson, Ingi Þór Jónsson, og Steinn Sigríðar Finnbogason.
- Atkvæði féllu þannig að Brynja Gunnarsdóttir hlaut 41 atkvæði, Haraldur Erlendsson hlaut 10 atkvæði, Ingi Þór hlaut 33 atkvæði og Steinn Sigríðar Finnbogason hlaut 2 atkvæði.
Í varastjórn til eins árs voru kjörnir:
- Ástríður V. Traustadóttir, Birna Dís Benediktsdóttir og Guðrún Friðriksdóttir.
- Skoðendur reikninga voru kjörnir:
- Birna Dís Benediktsdóttir og Þröstur Sigurðsson.
- Til vara: Ástríður V. Traustadóttir.