Heilsusamfélag á einstökum stað – Opið hús 19.janúar

Lindarbrún er heilsusamfélag af sjálfbærnivottuðum íbúðum í nálægð við Heilsustofnun í Hveragerði.  Næstkomandi sunnudag kl.13-14 verða 18 íbúðir til sýnis.

Náttúrulækningafélag Íslands hefur um árabil leitað leiða til að bæta húsakost Heilsustofnunar og skjóta styrkari stoðum undir rekstur hennar.  Bygging íbúða á landi Heilsustofnunar fyrir einstaklinga sem vilja njóta öryggis og þjónustu Heilsustofnunar er einstakt tækifæri fyrir þá sem setja góða heilsu og vellíðan í öndvegi og mun um leið efla starfsemi Heilsustofnunar.

Allur afrakstur af byggingu og sölu á íbúðum við Lindarbrún mun renna til að endurnýja meðferðaraðstöðu og bæta aðra aðstöðu Heilsustofnunar og hið sama á við um aðra uppbyggingu á lóðinni í framtíðinni, svo sem bygging fleiri íbúða, fjölgun gistirýma á Heilsustofnun og möguleg uppbygging á heilsudvalarstað.

Related posts

Gleðilegt nýtt ár

Nýr pistlahöfundur

Ályktanir 39. landsþings Náttúrulækningafélags Íslands