Þann 21. mars s.l. var haldinn í Norræna húsinu 70.aðalfundur NLFR. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönnum.
Helstu atriði fundarins voru:
- Skýrsla stjórnar var kynnt og voru haldnir voru fimm fundir hjá stjórn NLFR á tímabilinu.
- Félagsmenn eru 1526 talsins, sem er sögulegur fjöldi.
- Sölvatínsluferð sem farin var í september tókst einstaklega vel. Fella þurfti niður hina árlegu sveppatínsluferð vegna óhagstæðs tíðafars.
- Haldin voru tvö velheppnuð málþing á tímablinu um rafrettur og kulnun.
- Ákveðið var að bjóða félagsmönnum NLFR og NLFA 20% afslátt að námskeiðum sem haldin eru á Heilsustofnun.
- Ingi Þór Jónsson formaður NLFR fór yfir viðurkenningar sem stjórn NLFR haf veitt fyrir framúrskarandi viðfangsefni hverju sinni. Gróðrarstöðin Hæðarendi í Grímsnesi fékk síðast viðurkenninguna.
- Í stjórn NLFR var kostin Ásthildur Einarsdóttir. Birna Dís Benediktsdóttir og Ástríður Vigdís Traustadóttir voru kosnar í varastjórn.
- Lagður var fram þingfulltrúalisti NLFR fyrir landsþing NLFÍ og var hann samþykktur.
- Formaður kynnti nýtt verkefni á vegum NLFÍ „Framtíð NLFÍ og Heilsustofnunar“. Finna þarf 20-40 fulltrúa úr félaginu til þess að koma að þessari stefnumótun. Fyrirkomulagið verði með þessum hætti;
Fyrst snæðir hópurinn saman hádegisverð og síðan verður unnið fjórir saman á borði hver og einn skrifar sínar hugmyndir og hópurinn á borðinu ræða saman. Reiknað er með að þetta taki 3-4 klst. Fundartími og staður verður tilkynntur á hér á heimasíðu NLFÍ - Fundurinn samþykkti tillögu stjórnar að hækka félgasgjaldið úr 2500 kr í 3000 kr.