Plöntuhornið – Blettaskytta/Pengingablóm er vinsæl á haustin

Pilea peperomioides  eða blettaskytta er skemmtileg tegund með sín formfögru laufblöð. Þetta er sígræn tegund frá Kína, laufblöðin eru kringlótt og verða allt að 10 cm í þvermál, mött og dökkræn. Blettaskytta er stundum kölluð peningablóm því blöðin eru kringlótt eins og peningamynt.
Blaðstilkur er langur, sívalur og myndar ljósan blett þar sem stilkur og blaðka mætast. Blaðstilkar sitja þétt á stuttum greinóttum stöngli.

Staðsetning
Pilea peperomioides  þrífst best á björtum stað en þolir ekki beina sól. Mögulega þarf að snúa henni þar sem hún á það til að beina blöðum sínum í átt að birtunni.

Hita – og rakastig
Stofuhiti hentar tegundinni vel (18-24°C), hún þolir ekki hitastig undir 16°C. Varðandi rakastig þá þarf hún meðal loftraka, hentar kannski ekki upp við ofn, þar gæti orðið of þurrt.  

Vökvun og næring
Best er að halda pottamoldinni jafnrakri og áburðargjöf með fjórðu hverri vökvun á vaxtartíma líkar henni vel.

Annað
Á ensku gengur blettaskytta undir heitunum Chinese Money plant, Chinese Dollar plant, Chinese Missionery plant,  Pancake plant.

Samantekt:
Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, garðyrkjufræðingur.

Heimildir:
Lavsen, Erik Riis. Potteplanter – slægter, arter og grundlæggende dyrkningsdata, 2003. Biofolia.
Kristín Þórðardóttir. Pottaplöntur, handbók um meðferð og umhirðu, 2. hefti. 1997. Garðyrkjuskóli Ríkisins.
http://floradania.dk/nc/da/planter/pv/sl/data/pilea-1/
https://www.inaturalist.org/taxa/chinese_money_plant

Related posts

Villtir matsveppir á Íslandi – Sveppamó

Vel heppnað kryddjurtanámskeið

Lífræn ræktun – Framtíð okkar allra