Yfirheyrslan – Evert Víglundsson

Fornarlamb yfirheyrslunnar í þetta skiptið er Evert Víglundsson eigandi og yfirþjálfari í Crossfit Reykjavík. Evert er með magnaðri eintökum af mannveru sem þessi Jörð hefur alið og það er okkur hjá NLFÍ mikill heiður að fá hann til að svara spurningum okkar í yfirheyrslunni.

Fyrstu sex í kennitölu
061072

Fullt nafn
Evert Víglundsson.

Ertu með gælunafn?
Var kallaður Ebbi á Húsavík í gamla daga en það er löngu dottið út, nema þegar ég fer norður á heimaslóðir og hittir gamla kunningja.

Fjölskylduhagir og einhver gæludýr?
Giftur Þuríði Guðmundsdóttur.
Á tvö börn úr fyrri samböndum; Teresu 17 ára og Anton Smára 12 ára.

Hvar ertu fæddur og uppalinn?
Fæddur í Reykjavík en uppalinn frá 2-20 ára aldri á Húsavík.

Núverandi búseta?
Reykjavík.

Menntun?
Stúdent frá Fjölbrautarskóla Húsavíkur 1992.
Framreiðslumaður frá Hótel- og Veitingaskóla Íslands 1995.
Svo nokkur þjálfarapróf á síðustu 15 árum.

Atvinna?
Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Reykjavík

Hvenær og hvar kynntist þú crossfit fyrst?
Sumarið 2008. Ívar Ísak, eiginmaður Hrannar Svansdóttur meðeiganda míns í CrossFit Reykjavík, kynnti mig fyrir þessu þegar ég var að þjálfa í World Class. Ég prufaði nokkrar æfingar af heimasíðu höfuðstöðvanna crossfit.com og fann strax að þarna var eitthvað magnað á ferðinni.

Ertu með tölu á þeim crossfitmótum sem þú hefur tekið þátt í?
Hér heima eru mismunandi þrekmót orðin óteljandi en sem keppandi í CrossFit:

  • Fullt af Íslandsmótum og þá í öldungaflokki (35+)
  • 1 “Evrópumót” sem einstaklingur. Í Svíþjóð 2010 en þá gat hver sem er tekið þátt 😉
  • 3 Evrópumót (Regionals) í liði CrossFit Reykjavíkur
    • 2011 í Bolton, 4. Sæti
    • 2012 í Köben, 1. Sæti
    • 2013 í Köben, 3. sæti
  • 2 Heimsmeistaramót (Games) í liði CrossFit Reykjavíkur
    • 2012, 37. Sæti
    • 2013, 19. Sæti
  • 1 Masters European Throwdown, einskonar Evópumót öldunga (35+) í CrossFit 2018, 2. sæti

Hefur þú æft aðrar íþróttir en crossfit og þá hverjar?
Æfði næstum allt sem var í boði á Húsavík á uppvaxtarárunum s.s.fótbolta, frjálsar, sund, blak, skíði og dans . Svo keppti ég tvisvar í fitness, stuttu eftir að ég flutti suður, ungur og vitlaus.

Er einhver sem hefur reynst þér erfiðast að vinna á æfingum/mótum og heldur þér mest á tánum í hreyfingu?Í Þrekmótunum í gamla daga (Þrekmeistarinn á Akureyri) var alltaf einhver á undan mér, lenti að mig minnir alltaf í 2. sæti í einstaklingskeppninni, en það var enginn einn sem ég var stöðugt að elta heldur frekar þannig að einhver nýr kom og tók 1. sætið á hverju ári. Óþolandi 😉

Persónuleg met í ýmsum greinum:

  • 10 km hlaup:
    • 37:?? mín.
  •  Tími upp að Steini á Esju:  
    • 29:46 Brattari leiðin
    • 34:26 lengri leiðin
  • Max upphífingar án hvíldar:
    • 52
  • Clean (kg):
    • 116 kg
  • Snatch (kg):
    • 97.5 kg
  • Hnébeyjga (kg):
    • 160 kg
  •  Réttstöðulyfta (kg):
    • 185 kg

Hverju ert þú stoltastur af þínum íþróttaafrekum?
Held það sé bara að vera fyrirmynd að hreysti og heilsu sem ég stefni á að halda mér við þangað til ég dey.

Fylgir þú einhverri ákveðinni stefnu í mataræðinu s.s. paleo, ketó, whole9 eða annað? Og ef svo er þá afhverju?
Mitt mataræði má segja að sé einskonar blanda af öllu ofangreindu. Aðalatriðin eru að borða náttúrulega fæðu í miklum meirihluta og svo fasta ég reglulega.

Hverjar eru þínar fyrirmyndir í crossfittinu?
Annie Mist
Miko Salo
Chris Speealer

Hverjir eru þínir styrkleikar sem crossfittari?
Ég haf alltaf verið með góða vél (þol) og get haldið áfram á sama hraða lengi.

En veikleikar?
Styrkur! Í rauninni allt sem þarfnast hámarks styrks. Ég vil meina að ástæðan sé að það voru engar styrktaræfingar í íþróttaþjálfun á Íslandi í gamla daga. Ég held reyndar að það sé svoleiðis ennþá sem eru stór mistök í uppbyggingu allra íþróttamanna og/eða heilsurækt almennt

Hversu marga facebook vini áttu?
Þurfti að fletta þessu upp því ég fer örsjaldan á FB og það skiptir mig mjög litlu máli en það eru 2400.

Hver var síðasti facebook status þinn?
Hvað er status ? Ég hef enga hugmynd.

Hversu marga fylgjendur áttu á instagram?
Sama hér. 1723.

Uppáhaldsmatur?
Það eru svo margt s.s. kjöt, fiskur og annað náttúrulegt.

Uppáhaldsdrykkur?
Verður maður ekki að segja vatn. Ég er mikill vín-nörd og hef gaman af allskonar, vínum, bjór og svo finnst mér gott að fá mér góðan kokteil og alvöru whisky þegar það á við.

Hvað drekkur þú eða borðar á meðan þú ert í löngum æfingum/mótum?
Drekk vatn á æfingum og orkudrykki í lengri áskorunum, s.s. Laugavegshlaup eða álíka.
Í mótum er best að borða kolvetni til að fylla á orkubirgðirnar svo ég held mig við það og kannski einhverskonar prótein ef mótið nær yfir heilan dag.

Uppáhaldslag?
I was made for loving you með Kiss.

Hvetur góð tónlist þig áfram á æfingum og þá hvernig tónlist?
Ég heyri mjög sjaldan tónlistina eftir að æfing er farin af stað. Annars er ég nokkurnvegin alæta á tónlist, nema svona rave danstónlist.

Uppáhaldsbíómynd?
Lord Of The Rings serían.

Frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Líklega Michael Schumacher

Markmið í crossfitinu og með Crossfit Reykjavík stöðina?
Fyrir mig persónulega er markmiðið að keppa á Games sem einstaklingur þegar ég kemst í 50-54 ára flokkinn eftir 2 ár.
Með CrossFit Reykjavík er markmiðið að halda áfram að gera það sem við gerum vel og gerir CrossFit Reykjavík að einni bestu CrossFit stöð í heimi og vinna að því að gera betur allt sem við á. 

Markmið í lífinu?
Gera heiminn að betri stað með því að hjálpa öllum sem vilja að vera besta útgáfan af sér og gera Ísland að heilbrigðasta landi í heimi.

Mottó?
Vertu besta útgáfan af þér.

Hræðist þú eitthvað?
Já örugglega.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Kemur ekkert sérstakt upp í hugann.

Eitthvað sem þú sérð mikið eftir?
Já það er mjög persónulegt.

Hvað er það sem fáir vita um þig?
Ég er góður kokkur 🙂

Hvaða góðu og einföldu ráð getur þú gefið fólki sem vill ná langt í crossfit eða er að byrja í þessu sporti?
Góðir hlutir taka tíma, bæði í CrossFit öðrum íþróttum og öllu sem þú tekur þér fyrir í lífinu.
Leggðu vinnu í sjálfa/n þig fyrst og þá munt þú ná öllum þeim markmiðum sem þú hefur hug á.

Af allri þeirri reynslu sem þú hefur af crossfit, hver eru stærstu mistökin sem fólk gerir þegar það er að byrja í crossfit eða hreyfingu almennt?
Byrja of hratt. Það virðist vera sameiginlegt fyrir allt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur.

Er eitthvað sem skilur að þá sem ná í langt í crossfitti og standa á palli á Heimsleikunum? Sem skilur þá frá hinum hefðbundna CrossFittara eða þeim sem endaði í öðru sæti?
99% af öllum sem stunda CrossFit gera það til að auka lífsgæði og regluleg hreyfing er einn af lykilþáttunum þar. Það er himin og haf milli vinnunnar/álagsins og fórnanna sem keppnisfólk og almennur CrossFittari leggja á sig.
1% er keppnisfólk og það sem skilur á milli 1. og 2. sætis liggur að langmestu leyti í hugarfarinu.

Afhverju eru íslenskar crossfitkonur mun betri en íslensku karlarnir, þrátt fyrir að við Íslendingar eigum strekasta mann í heimi og höfum oft átt?
Ég held að íslenskar konur séu óhræddar við að vera sterkar og aðgangur að öllum íþróttum sé jafn milli kvenna og karla á Íslandi, sem á oftast ekki við annarsstaðar. Strákarnir eru hinsvegar jafnari um allan heim og mætti því segja að hópur framúrskarandi CrossFittara í karlaflokki sé stærri og því fleiri sem berjast um athyglina og sigurinn.

Offita og fylgikvillar er að sliga heiminn og er okkar stærsta heilbrigðisvandamál. Ertu með góð ráð til þess að eiga við þennan faraldur?
Að mínu mati þurfum við fyrst að laga svefninn okkar og það mun auðvelda okkur að taka betri ákvarðanir varðandi mataræði og hreyfingu.

Munt þú stunda crossfit á áttræðisaldri?
Já.

Hvað er framundan hjá þér?
Ekkert nýtt svo sem. Er á leiðinni til Ítalíu í fjallahjólaferð með nokkrum félögum úr CrossFit Reykjavík, en það er íþrótt/áhugamál sem ég hef fallið fyrir á síðustu árum.

Eitthvað að lokum?
“Líklega er það höfuðeinkenni farsæls fólks, að það stuðlar að hamingju annarra” Páll Skúlason.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi