Vinsæl mataræði eru hvorki heilsusamleg fyrir þig né Jörðina okkar

Umræða um umhverfisvernd er hávær núna á tímum hnattrænnar hlýnunnar vegna mikillar losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið. Einn stór þáttur í umhverfisvernd er að huga að því hvað við látum ofan í ykkur því maturinn okkar hefur mismunandi hátt kolefnisfótspor.

Ný rannsókn frá Tulane háskólanum bar saman algeng mataræði Bandaríkjamanna með tilliti til umhverfisáhrifa og næringar. Rannsóknin leiddi í ljós að hin vinsælu ketó og paleo mataræði eru með hvað hæstu kolefnissporin og einnig lægstu næringargæðin.

Í rannsókninni voru þessi mataræði borin saman:

  • Vegan – Engar dýraafurðir
  • Grænmetisfæði (vegetarian) –  Jurtafæði með eggjum og mjólkurvörum
  • Grænmetisfæði með fisk (pescatarian)
  • Paleo – Steinaldarfæði með áherslu á kjöt, hnetur, grænmeti en forðast korn og baunir
  • Keto – Áhersla á fitu (70-75% orkunnar) og kolvetni í algjöru lágmarki (< 5% orkunnar)
  • Alætufæði (omnivore) – Bæði afurðir úr jurta- og dýraríkinu borðaðar.  

Matarvenjur rúmlega 16.000 Bandaríkjamanna voru skoðaðar í rannsókninni og þar af voru langflestir alætur (14.175), þar á eftir grænmetisætur (1179) og grænmetisætur sem borða fisk (778), vegan (141) og fæstir voru á ketó (77) og paleó mataræði (62).

Kolvefnisfótspor
Kolefnisfótsporið var metið út frá losun koltvísýrings (CO2) miðað við hverjar 1000 hitaeiningar (kkal) sem að neytt var af mat á hverju mataræði.

Næringargæði
Næringargæðin voru gefin upp með næringarskori eða Healthy Eating Index (HEI). Þetta skor var ákvarðað út frá 12 næringarþáttum og hámarkseinkunn er 100 stig.  Þessir næringarþættir voru metnir út frá t.d. neyslu ávaxta og grænmetis, heilkorna, sjávarafurða, próteingæða og fitusýrusamsetningu. Dregin voru stig frá fyrir mikla neyslu á viðbættum sykri, hvítu hveiti, salti, skyndibita og matar án nægilegra næringarefna (með tómum hitaeiningum).

Niðurstöður

MataræðiKolefnisfótspor  (kg CO2-eq/1000 kkal)Næringarskor (Healty Eating Index) 100 er hæsta skor
Vegan0.6951.65
Grænmetisfæði1.1651.89
Grænmetisfæði með fisk1.6658.76
Alætur2.2348.92
Paleó2.6245.03
Ketó2.9143.69
  Niðurstöður: Lægsta kolefnissporið og hæsta næringarskorið er feitletrað

Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar og sýna að vegan mataræði er með hvað lægsta kolefnisfótsporið og grænmetisfæði með fisk (pescatarian) er með hæsta næringarskorið.
Þessar niðurstöður eiga nú kannski ekki að koma mikið á óvart því það er löngum vitað og hefur verið ritað hér á síðuna að það sé mun umhverfisvænna að rækta og borða grænmetisfæði en mataræði sem er ríkt af dýraafurðum eins og paleó og ketómataræði.
Árið 2017 var haldið málþing á vegum NLFÍ um vegan mataræði og þeirri spurningu velt upp hvort vegan mataræði væri framtíðin í mataræði heimsins. Hér má kynna sér það málþing.

Fyrir nokkrum árum kom fram svipuð rannsókn um umhverfisáhrif mataræðis okkar. En þar birti hópur vísindamanna (EAT – Lancet Commision) skýrslu um það hvaða mataræði hentar best fyrir okkar jarðarbúa til að tryggja öllum næga fæðu, dregið úr losun koltvísýrings og minnkað líkur á ýmsum sjúkdómum  hjá hinum almenna borgara – Þetta mataræði var kallað flexitarian mataræði eða vistkerafæði og hægt að kynna sér það hér á síðunni. Það byggist að mestu á jurtafæði en neysla á kjöti er mjög takmörkuð miðað við hefðbundið fæði Vesturlandabúa.
Flexitarian mataræði er mjög líkt grænmetisfæði með fiski (þó flexitarian leyfi smá kjötneyslu sem er ekki í grænmetisfæði með fiski). Grænmetisfæði með fiski er einmitt það mataræði sem skoðað var í rannsókninni sem var með hæsta næringarskorið og gæti því talist hollasta mataræðið fyrir manneskjurnar og er einnig með frekar lágt kolefnisfótspor, og því hollt fyrir Móður Jörð einnig.

Alætu mataræðið sem 86% af þátttakendum voru á, er í meðallagi með hátt kolefnisspor og er næringarskorið er einnig í meðallagi.
Rannsóknin sýndi það að ef þriðjugur þeirra sem eru alætur byrjuðu að boðra grænmetisfæði á hverjum degi, mundi það jafngilda því að minnka eknar vegalengdir farartækja sem brenna jarðefnaeldsneyti um 540 milljón kílómetra.
Þegar þeir sem eru alætur fara út í meira Miðjaðarhafsfæði og fæði sem dregur úr neyslu á feitum kjötafurðum (DASH mataræði) og auka neyslu úr jurtaríkinu þá lækkaði kolefnissporið og næringarstigunum fjölgaði.

Leiðir til að draga úr hröðum loftslagsbreytingum og umhverfisvernd eru stærtu og brýnastu verkefni nútímans og spilar mataræðið þar stóran sess því samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2021, þá koma 34% af losun gróðurhúsaloftteguna frá matvælaframleiðslu. Þar er nautakjöt t.d. ábyrgt fyrir 8-10 sinnum meiri losun en kjúklingaframleiðsla og yfir 20 sinnum meiri losun en hnetu- og baunaframleiðsla.

Mikilvægt atriði í þessari umræði um kolefnisforspor matar er að hafa í huga að 30% af öllum þeim mat sem framleiddur er í heiminum er hent! Það er sorglegt og algjörlega fáránlegt nú á tímum hnattrænnar hlýnunar.

Gerum allt sem við getum til þess að gæta að skömmtum okkar, förum að temja okkur meira grænmetisfæði með kjötneyslu sem spari og þá erum við að draga úr kolefnisfótspori okkar og auka um leið fótspor okkar í átt að betri heilsu.

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Heimildir:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0002916523005117?via%3Dihub

https://www.sciencedaily.com/releases/2023/02/230228205238.htm

https://nlfi.is/vidburdir/vegan-quoter-thad-framtidinquot-malthing-i-mars-2017/

https://nlfi.is/heilsan/graenmetisfaedi-er-thad-framtidin/

https://nlfi.is/heilsan/kostir-og-gallar-hinna-ymsu-mataraeda/

https://nlfi.is/heilsan/flexitarian-mataraedi-bjargdu-heilsu-thinni-og-modur-jardar/

https://nlfi.is/heilsan/er-paleo-mataraedid-plat/

https://nlfi.is/heilsan/naering/hvad-er-ketomataraedi-og-virkar-thad-til-grenningar/

https://news.un.org/en/story/2021/03/1086822

https://samangegnsoun.is/matarsoun/

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi