Vatnsrofið laxaprótein – Vannýtt afurð til heilsueflingar

Prótein eru eitt orkuefnanna en einnig gríðarlega mikilvægt byggingarefni líkamamans og getum við lesið okkur til um hlutverk og mikilvægi þess hér á síðunni.

Mysuprótein hefur árum saman verið eitt vinsælasta prótein heims og sérstaklega þegar kemur að íþróttanæringu og endurheimt. En það er einnig mikið notað í ýmiskonar næringardrykkjum til að bæta næringarástand og vannæringu fólks.
Mysuprótein er aukaafurð í mjólkurvinnslu. Í ostagerð verður til mysuprótein (20%) og kasein/ostaprótein (80%). Iðnaðurinn í kringum mysuprótein er orðin alveg gríðarlegur og sérstaklega þegar kemur að næringu íþróttafólks (sports nutrition). Þú gengur ekki inn í bætiefna- eða heilsubúð í dag án þess að sjá uppfullar hillur af mysupróteinafurðum eins t.d. duftum, próteinbörum, töflum eða tilbúnum drykkjum.

En það eru líkur á að mysuprótein sé að tapa hylli sinn i því aukaafurð úr fiskiðnaði er að ná mikilli athygli þegar kemur að næringu til íþróttaiðkunar, vannæringar eða almennar heilsueflingar, það eru fiskiprótein og þá sérstaklega laxaprótein.
Íslenskt sprotafyrirtæki Unbroken er komið með á markað með vatnsrofið laxaprótein í neytendaumbúðum sem framleitt er í verksmiðju þeirra í Noregi.

Unbroken hefur þróað aðferð til að brjóta niður byggingareiningar próteina þ.e.a.s. amínósýrur í sínar minnstu einingar sem einstakar amínósýrur og di- (tvær amínósýrur)  og tripeptíð (þrjár amínósýrur, með vatnsrofi. Grunnurinn að þessari afurð voru rannsóknir á næringu fyrir rússneska geimfara, en það er mikil áskorun að nærast og viðhalda vöðvamassa í þyngdarleysi geimferða. Margra ára þróunarvinna og rannsóknir hafa farið fram til að koma þessari afurð á neytendamarkað.

Með vatnsrofinu má segja að búið sé að formelta laxapróteinið og er það gert með náttúrulegum ensímum úr laxinum. Melting próteins snýst um að brjóta próteinkeðjurnar niður í sínar minnstu einingar. Þessi formelting gerir það að verkun að amínósýrurnar eru að nýtast mjög hratt í líkamnum og er þessi afurð því tilvalin fyrir þá sem vilja hröð endurheimt eða orku, vannærða og þá sem eru með skerðingu á meltingu.
Í Unbroken hefur tekist að brjóta um 60% allra próteinkeðja niður í einstakar amínósýrur og stutt amínósýrurkeðjur (peptíð).
 
Það er ekki hægt að brjóta mysuprótin jafn mikið niður með vatnsrofi því mjólkurpróteinin þola ekki eins mikla hitun og laxapróteinin, en þessi hitun er nauðsynleg til vatnsrofið eigi sér stað.

Þessi laxaafurð kemur úr vinnslu laxsins og er afskurður sem fellur til í vinnslunni á fiskinum. Því er þetta frábær lausn í fullnýtingu á fiskinum og einstaklega jákvætt m.t.t. umhverfisverndar og hvað aukaafurðin er næringarrík.  En vert er að benda á það að mikið af próteinum og næringu sem hefur fallið til úr fiskvinnslu hefur farið í dýrafóður en ekki til manneldis.
Unbroken er unnið úr eldislaxi því þessi afurð er ekki möguleg með þeim fjölbreytileika í próteinum sem villtur lax bíður upp á. Það væri ekki hægt að staðla magn innihaldsefna með laxi úr náttúrunni

Í Unbroken eru allar níu lífsnauðsynlegu amínósýrur líkamans, þ.e.a.s. amínósýrur sem líkaminn getur ekki búið til sjálfur og þarf að fá úr fæðunni. Þrjár af þessum lífsnauðsynlegu amínósýrum eru leusín, ísóleusín og valín en þær eru oft nefndar greinóttar amínósýrur (e.Branched Chain Aminoacids; BCAA) og eru mikið notaðar í fæðubótarefni til að hindra vöðvaniðurbrot. Auk þess eru í Unbroken í amínósýrur sem mynda kreatín og svefnhormónið melatónín.
Með vatnsrofinu á laxapróteininu eru lífsnauðsynlegu amínósýrunar tilbúnar til upptöku og noktunar í líkamanum á réttum stað á réttum tíma, því tímasetning næringar er mikilvæg t.d. í endurheimt.

Þar sem Unbroken er unnið úr ferskum fiski eru í afurðinni náttúruleg vítamín og steinefni. Varan er rík af B12-vítamíni, sinki, selen. Í einni töflu er m.a. um 60% af ráðlögðum dagskammti af B12-vítamíninu. Þessi vítamín og steinefni auka enn frekar á virkni afurðarinnar og stuðla m.a. að minni þreytu og styrkja ofnæmiskerfið.
Unbroken skilur sig því frá mjög mörgum fæðubótarefnum að því leyti að í afurðina er ekki bætt neinum vítamínum, steinefnum eða öðrum efnum og má því meira líta á Unbroken sem „virka náttúrulega fæðu“ (e.functional food) í stað fæðubótarefnis.

Það er einstaklega gleðilegt að verið sé að fullvinna fiskafurðir til manneldis og í þróun séu fæðubótarefni sem er með miklar rannsóknir og virkni á bakvið sig. Þessi afurð og vonandi fleiri þegar þekking og vinnsla á próteinum úr fiskafurðum eykst, munu geta bætt næringarástand og aukið afköst þeirra sem þess þurfa. Á það jafnt við afreksíþróttamenn, þá sem  eru vannærðir á spítölum og allra þar á milli. Því það er staðreynd að of margir eru ekki að fá þá næringu á þeim tíma sem gæti nýst þeim best til að bæta næringarástand sitt.

Heimildir:
https://jissn.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12970-017-0184-9
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4365
https://unbrokenrtr.com/is/rannsoknir/

Unbroken vatnsrofið laxaprótein í neytendaumbúðum

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing