„Þetta er hreint misrétti“

Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir í frétt á visir.is að heilbrigðisyfirvöld beiti Heilsustofnun misrétti með því að veita stofnuninni ekki nægilegt fjármagn. Starfsfólk stofnunarinnar sé útkeyrt og húsnæðið úr sér gengið. Um 110 starfsmenn vinna við endurhæfingu dvalargesta í Hveragerði.

Þórir segir að Heilsustofnun hafi unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995 en núvarandi samningur var undirritaður 2019. Sá áfangi hafi náðst í apríl að Sjúkratryggingar viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð um framlög til rekstrar og viðhalds fasteigna. „Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“

Heilbrigðisráðneytið hafnaði hins vegar beiðni um viðbótarfjármagn. „Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn.“ 

Related posts

Niðurstöður Heilsustofnunar kynntar á aðalfundi ESPA

Viðurkenning fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði

Uppbókað í tvö matreiðslunámskeið