Sykurskatt á mesta sykurjukkið – Sykraða gosdrykki

Það eru nokkur ár síðan sykurskattur var því miður afnumin hér á landi. Það má beita honum mun markvissara með því að skattleggja mesta sykurjukkið í okkar fæðu „gosdrykkina“. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að koma sykurskatti á sykraða gosdrykki:

  • Samkvæmt könnun á mataræði okkar Íslendinga eru sykraðir gosdrykkir  þær „fæðuvörur“ sem við fáum hvað mest af viðbætta sykrinum úr. Því er rökrétt að skattleggja þennan mesta sykurvald í okkar fæðu.
  • Vísindarannsóknir hafa margsýnt fram á að viðbættur sykur í miklu magni stuðlar að lífsstílssjúkdómum líkt og offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og stoðkerfisvandamálum. Það er skattur á sígarettur sem allir eru sammála um að valda ómældu heilstjóni og það ætti að vera eins og sykraða gosdrykki sem eiga hvað mest af viðbætta sykrinum okkar.
  • Aðgerðir stjórnvalda eins og  skattlagning hefur sýnt sig hafa hvað mest áhrif á draga úr neyslu eins og sést m.a. með hárri skattlagningu sígarettum og minnkandi reykingum landsmanna. Almennar aðgerðir með t.d. fræðslu hafa því miður mun minna vægi.
  • Sykurskattspeninginn ætti allur að fara í heilsuforvarnir og heilsueflingu landsmanna.
  • Gosdrykkjaframleiðendur eru einhver ríkustu og stöndugustu fyrirtæki í heimi (eins og sést á rándýrum auglýsingum þeirra og sýnileika gosdrykkja þeirra útum allt, hvar sem þú ferð í heiminum) og ættu vel að geta þolað skattlagningu á sínum vörum til heilsueflingar og bættrar lýðheilsu.
  • Skatturinn mundi hvetja gosdrykkjaframleiðendur til að minnka framleiðslu á sykruðum gosdrykkjum því það væri ekki jafn arðbært og auðvelt að framleiða og selja þessa gosdrykki. Það væri þá erfiðara að auglýsa þessar dísætu vörur og sýnileiki þeirra í okkar lífi mundi minnka.

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi