Sykurlausir gosdrykkir – Ógn við heilsu eða vörn gegn offitu?

Rannsakendur við Purdue Háskólann í Bandríkjunum birtu nýlega yfirlitsgrein sem byggir á fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á neyslu sykurlausra gosdrykkjam með sætuefnum og tengsl þeirra við heilsu. Þessi grein birtisti í vísindaritinu Trends in Endocrinology & Metabolism. Rannsakendurnir voru vægast sagt furðu lostnir með niðurstöðurnar.
Dr. Susan Swithers sem var ein af þeim sem gerðu þessa rannsókn sagði „Í hreinskilni, þá héldum við að sykurlausir drykkir væru mun heilsusamlegri en sykurdrykkirnir en þvert á móti eru sykurlausu drykkirnir síður en svo hollari kostur“.

Það sem kom fram í þessari rannsókn voru m.a. eftirfarandi atriði:

  • Sætuefni uppfylla þarfir fólks fyrir sætt bragð án hitaeininga og það er einmitt vandamálið því líkaminn er vanur hitaeinum með hvaða bragði sem er.
  • Gervisykur platar líkama okkar sem er vanur að fá alvöru mat sem gefur alvöru skynjanir. Þegar líkaminn fær svo ekki það sem hann gerir ráð fyrir, byrja vandræðin í líkamanum.
  • Þegar þeir sem neyta mikið af sætuefnum borða alvöru sykur þá bregst líkaminn ekki rétt við honum því hann hefur verið plataður svo oft með gervisykri. Líkaminn seytir því ekki þeim hormónum eins og insúlíni rétt sem hann ætti að gera ef ekki væri búið að rugla í kerfinu með gervisykri.
  • Þeir sem drekka mikið af sykurlausum gosdrykkjum eru yfirleitt þyngri en þeir sem gera það ekki.
  • Gervisætuefnin valda vanstarfssemi á  „verðlauna stöðvum“ í heila okkar og gera það að verkum að við verðum sólgnari í hitaeiningaríkar og sætar matvörur.
  • Skýrslan sýndi að þeir sem drekka mikið af sykurlausum drykkjum en voru í kjörþyngd voru í meiri hættu á að að látast úr sykursýki, hjartaáfalli og heilablóðfalli.
  • Rannsakendur ályktuðu „ Við erum komin á þann stað í neyslu sykurlausra drykkja að neyslan er orðin almenn og oft mjög mikil. Neytendur telja að sykurlausu drykkirnir séu hollari en venjulegir sætir drykkir. En rannsóknir undanfarinna ára sýna að við þurfum sem neytendur að vera meðvituðu um það hversu mikið af gervisætum við erum að innbyrða“.
  • Allflest sætuefni eru tilbúin efni og efnablöndur sem verða til á tilraunastofum. Náttúruleg sætuefni eins og stevía, hefur engar hitaeiningar og er 250 sinnum sætari en venjulegur sykur. Þó stevía sé ekki tilbúið efni þá er búið að vinna náttúrulega plöntu mjög mikið til að ná út þessum „extract“ af stevíu. Þetta „náttúrulega“ sætuefni er ekkert betra fyrir heilsu okkur en tilbúnu sætuefnin, því það veldur sama ójafnvægi í líkamanum því það er verið að plata líkamann eins og með hinum sætuefnunum. Þó eitthvað sé náttúrulegt er ekki þar með sagt að það sé eitthvað hollara eða öruggara.
  • Það þarf að gera fleiri rannsóknir til að staðfesta endanleg áhrif gervisætuefna á líkamann og heilsu manna en í millitíðinni ættu neytendur að takmarka neyslu sætuefna.
  • Rannsakendur segja í lok skýrslunnar „ Enginn er að segja að við ættum að hætta algjörlega allri sætuefnnotkun, en sykurlausir gosdrykkir ættu að vera sparidrykkur eða sem dekur eins og uppáhalds nammið, ekki drykkur til að svala þorsta sínum með alla daga ársins“.

Vert er að benda áhugasömum á málþing sem NLFÍ hélt í mars s.l. undir yfirskriftinni „sykur eða sætuefni“, þar sem velt var upp óhollustu hefðbundins sykurs samanborið við sætuefni. Hægt er að kynna sér það hér

Heimildir:
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3772345/
http://edition.cnn.com/2016/01/18/health/where-do-we-stand-artificial-sweeteners/

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing