Sveppatínsluferð NLFR verður fimmtudaginn 14. ágúst. Hist verður kl. 17:00 á tínslustað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar og leiðarlýsing verður send í tölvupósti til þátttakenda.
Leiðbeinandi er Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur og áhugamaður um sveppi. Ferðin hefst á fræðslu um algengustu matsveppi og í lokin fer Helena yfir afrakstur hvers og eins.
Takmarkaður fjöldi. Skráning með tölvupósti á nlfi@nlfi.is með nafni, kennitölu og símanúmeri.
Verð 3.500 krónur. Frítt fyrir félagsmenn NLFR. Smelltu hér til að gerast félagsmaður NLFR