Sveppatínsluferð NLFR fimmtudaginn 14. ágúst

Sveppatínsluferð NLFR verður fimmtudaginn 14. ágúst. Hist verður kl. 17:00 á tínslustað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar og leiðarlýsing verður send í tölvupósti til þátttakenda.

Leiðbeinandi er Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur og áhugamaður um sveppi. Ferðin hefst á fræðslu um algengustu matsveppi og í lokin fer Helena yfir afrakstur hvers og eins.

Takmarkaður fjöldi. Skráning með tölvupósti á nlfi@nlfi.is með nafni, kennitölu og símanúmeri.

Verð 3.500 krónur. Frítt fyrir félagsmenn NLFR. Smelltu hér til að gerast félagsmaður NLFR

Related posts

„Heilsustofnun getur ekki beðið lengur“

Þjónusta Heilsustofnunar geti lagst af í núverandi mynd

Innviðaskuld í endurhæfingu