Svepparíkið í Sjónvarpinu

Áhugi á sveppum hefur líklega aldrei verið meiri á Íslandi og þetta haust einstaklega gjöfult í svepparíkinu. Sveppaáhugamönnum er bent á þættina Svepparíkið sem sýnt er í Sjónvarpinu.

Náttúrulækningafélag Reykjavíkur fór í afar vel heppnaða og fróðlega sveppaferð á Hólmsheiði um miðjan ágúst. Helena Marta Stefánsdóttir skógarvistfræðingur fræddi félagsmenn um sveppi á skýran og greinagóðan hátt. Í máli hennar kom fram að það finnast yfir 700 tegundir hattsveppa á Íslandi en aðeins tíu prósent þeirra eru flokkaðir sem matsveppir. Það eru því 90 prósent líkur að sveppurinn sé ekki ætur. Þú verður að vita hvað sveppurinn heitir áður en þú borðar hann því það eru til lífshættulega eitraðir sveppir á Íslandi.

Helena sagði mikilvægt að hafa með sér í tínsluna sveppahandbók, sveppahníf eða vasahníf og körfu, bréfpoka eða taupoka undir sveppina. Hún ráðlagði öllum að skrá sig í Funga Íslands á Facebook sem væri frábær síða til að fá hjálp við greiningu og að öðlast meira sjálfstraust í sveppatínslu. Hún lagði áherslu á að ganga frá sveppunum til geymslu samdægurs því sveppir skemmast fljótt.

Myndirnar tók Valdimar Harðarson

Related posts

Einfalt og fljótlegt hafrabrauð

Steinefni og sölt – Nýjasta æðið eða okkar lífsbjörg?

Fróðleg sveppaferð á Hólmsheiði