Spínat


Spínat hefur þó nokkuð verið á milli tannanna á fólki undanfarið bæði bókstaflega og einnig í umræðunni. Gróðrarstöðin Lambhagi varð nýlega uppvís að því að framleiða óskylt afbrigði af spínati og kalla það spínat og vakti það enn meiri athygli á spínatinu.
Í þessari yfirlitsgrein er farið yfir það helsta er tengist þessari skemmtilegu og margumtöluðu grænmetisjurtar.

Spínat er langdagsplanta
Spínat hefur fræðiheitið spinacia olerace og er af skrauthalaætt í plöntufræðunum. Spínat er einær planta og nær ekki að vera tvíær nema í mjög tempruðu loftslagi.
Plantan getur náð um 30 cm hæð. Spínat er svokölluð langdagsplanta sem blómstrar þegar dagurinn nær yfir 10-12 klst á sólarhring. Ef að spínatið nær að blómstra verður það beiskt og er því reynt að forðast þessa blómstrun í spínatræktun. Til að rækta spínatið hérlendis yfir sumartímann þarf því myrkvunardúka til að koma í veg fyrir blómstrun.

Ræktun  og neysla spínats á Íslandi
Spínat hefur verið ræktað á Íslandi lengi þó að neyslan hafi ekki verið mikil lengi vel en í dag er neysla Íslendinga gríðarleg af spínati, með tilkomu allskyns vinsælla grænna „boosta“.
Hér á landi er eingöngu ræktuð ein tegund spínats, sem er ættað frá SV- Asíu en var  snemma ræktað kringum Miðjarðarhaf og barst víðsvegar um heiminn. Til ættkvíslar spínatsins teljast aðeins tvær aðrar tegundir sem ekki eru í almennri ræktun.  Hinsvegar eru yrki spínatsins ótal mörg.  Sum þeirra eru ekki eins næm fyrir langdagsáhrifum og önnur og eru þau því hentugri kostur í ræktun.

Ein fyrsta heimild um spínatræktun á Íslandi er úr ljóðinu Búnaðarbálki eftir Eggert Ólafsson, það er talið ort í Sauðlauksdal um 1760 og tileinkað ræktunarfrömuðinum og mági hans Birni Halldórssyni, prófasti: Steinselja leysir þvagsins þunga, þá miltisteppu og kviðarstein; spínakkan mýkir líf og lunga, laukurinn kveisu og ormamein;”  o.s.frv. 
Þó er ein allra fyrsta heimild um ræktun spínats á Íslandi í bréfi sem Gísli Magnússon, Vísi-Gísli sendi syni sínum árið 1670, þar sem hann lýsir ræktunartilraunum sínum og nefnir m.a. spínat til sögunnar.

Ekki er ýkja langt síðan að neysla á spínati var frekar lítil á íslenskum heimilum. Samkvæmt heimildum úr Morgunblaðinu frá árinu 2001 segir Kolbein Ágústsson hjá Sölufélagi garðykjumanna um ræktun spínats hér á landi „Spínat er ekki ræktað hér á landi en við höfum verið að flytja það inn frá Bandaríkjunum á þessum árstíma en á sumrin frá Ítalíu,“ Hann segir  einnig „að megnið af spínatinu selji þeir til veitingastaða en einnig í nokkrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi“. Árni Ingvarsson kaupmaður í Nýkaupi sagði „mikil aukning sé á neyslu spínats hér á landi og hann segist leggja upp úr því að hafa á boðstólum bæði ferskt og frosið spínat“.
 
Lífrænt spínat frá Hollt og Gott – Ein af fáum alvöru spínatvörum á Íslandi. 

Næring og hollusta spínats
Spínat er mjög næringarríkt af vítamínum og steiefnum en um leið hitaeiningasnautt eins og flestallar grænmetistegundir. Í hverjum 100 gr eru einungis 26 hitaeiningar.  Spínat er frábært sem hluti af næringarríku og fjölbreyttu fæði. Næringargildi spínats helst hátt við matreiðslu ef þess er neytt fresks, gufusoðið eða snögg steikt.
Það er mjög ríkt af andoxunarefnum, A-vítamíni, C-vítamíni, K-vítamíni, magnesíum og fólínsýru. Einnig er það góð uppspretta af B-2 og B-6 vítamínum, E-vítamíni, kalk, kalíum, fosfór og trefjum. 

Spínat er ásamt öðru dökkgrænu blaðgrænmeti mjög ríkt af járni. Hins vegar er spínatið ríkt af efnum sem hindra upptöku járns s.s. oxalsýru, trefjum, kalki og fosfórs og er því frásogið á járninu ekki sérlega gott úr spínatinu.
Það er hægt að auka upptöku á járni í spínati með því að neyta C-vítamíns eða kjöts, fisks eða fuglakjöts með spínatmáltíðinni. Góð hugmynd væri að setja sítrónusafa út á spínatsaltið með kjötmáltíðinni til að hámarka upptöku járns í máltíðinni.

Oxalsýra
Ein helsta ástæða þess að spínatneysla er umdeild er oxalsýra sem spínatið er ríkt af. Oxalsýra er alkalóíð sem eru til staðar í velfelstum grænmetistegnudum. Alkólíðar eru náttúrleg efnasambönd sem gefa oft beiskt bragð. En þessir alkalóíðar eru eitraðir fyrir lifandi verur í miklu magni koma en koma hins vegar í veg fyirr að plönturnar séu étnar upp til agna í náttúrunni af dýrum sem neyta plantnanna. Spínat og rabbabari innihalda  alkalóíðið oxalsýru,  blaðsalat inniheldur ópíöt, grænkál, hvítkál og steinselja innihalda aðra alkólíða.
Í garðyrkju er líkleg að kynbætur séu í gangi til að minnka magn oxlsýru og annarra alkalóíða í grænmeti.

Ekki þarf að óttast neyslu á spínati vegna oxalsýrunnar ef spínats er neytt sem hluti af fjölbreyttu fæði. Hins vegar er neyslan er orðin mjög mikil daglega með „grænum boostum“ er vert að reyna að draga úr neyslu til að koma í veg fyrir eitrunaráhrif í líkamanum. Alkólíðeitrun úr grænmeti er oftast væg og finnst sem doði í fingrum en getur einnig orðið alvarleg í formi nýrnasteina. Til að koma í veg fyrir eitrun er um að gera að nota fjölbreytt grænt blaðgrænmeti s.s. grænkál og salöt með spínatinu og skipta þessu grænmeti milli daga.

Lambhaga „spínatið“
Lambhagaspínatið umtalaða hefur verið ræktað í stórum stíl undanfarin ár og selt neytendum sem spínat.  Það hefur villandi verið nefnt spínat en er hins vegar af allt annarri og óskyldri ætt, krossblómaættinni.
Tegundin sem Lambhagi ræktar kallast; brassica rapa var. perviridis eða náskylt yrki sem mætti kalla spínatkál.  Þetta kál er talsvert ræktað í Asíu og svipar mjög til spínati í útliti en næringarlega er það gerólíkt. Það inniheldur t.d. mun minna af járni og enga oxalsýru, eins og spínat.

Ástæðan fyrir því að Lambhaga“spínatið“ er ræktað er líklega það að þessi tegund er mun auðveldari til ræktunar hér á landi, er ekki nærri eins viðkvæmt fyrir langdagsáhrifum og spínatplantan og blómgast ekki ótímabært.
Þetta hefðu Lambhagabændur átt að útskýra fyrir neytendum og  kalla kálið sitt réttum nöfnum í stað þess að kalla það spínat. Lambhagabændur hafa einnig notað það sem ástæðu fyrir spínatkálsræktunni að það innihaldi enga oxalsýru eins og spínatið.

Hér á Íslandi er einnig selt Fjalla„spínat” undir merkjum Sölufélags garðykjumanna. Þetta spínat er af sama meiði og Lambhagaspínatkálið, af krossblómaætt og kallast komatsuna á japönsku.

Í sambandi við Lambhagaspínatkálið og fjalla“spínatið“ er vert að benda á það að Hollt og Gott selur lífrænt spínat, sem mynd er af hér að ofan.

Ruglingur í nafnhefð í garðyrkju á Íslandi
Íslensk nafnahefð í  garðyrkju er frekar ruglingsleg og fylgir ekki ströngustu hefðum í nafngiftum plantnanna. Ýmis dæmi eru um þetta í íslenskri nafnhefð í garðyrkju t.d. er holtasóley síður en svo af sóleyjaætt heldur af rósaætt. Klettasalatið (rucola) sem margir eru farnir að neyta töluvert af, er ekki salat heldur af krossblómaættinni, því ætti það heldur að  kallast klettakál. 

Því miður eru íslensk tegundaheiti í garðyrkju mjög frjálsleg og gæti verið möguleg afsökun fyrir vanrækslu Lambhagabænda að kalla „spínatið“ sínu réttu nafni. 

Skemmtilegar staðreyndir um spínat

  • Í gömllum erlendum heimildum er stundum nefnt að spínat skuli þvo úr “sjö vötnum” fyrir neyslu. Það gæti bent til þess að menn hafi gert sér grein fyrir óhelinæmi oxalsýrunnar í spínatinu. (Heimild: Ingólfur Guðnason) 
  • Spínat kemur fyrst við sögu í rituðum heimildim árið 647.  Þá sendi konungurinn af Nepal keisaranum af Elna sýnishorn af besta grænmetinu sem ræktað væri í ríki hans. Keisarinn varð svo yfir sig hrifinn að hann orti ljóð til dýrðar spínatinu. 
  • Lúðvík 14. var líka mjög hriflnn af spínati. Læknir hans ráðlagi honum hins vegar að borða það ekki en konungur átti svar við því: „Ég er konungur Frakklands og borða spínat ef mér sýnist.“ 
  • Spínat er talið hafa verið uppáhalds grænmeti Catherine de Medici sem var drottning Frakklands 1547-1559. Réttir sem gerðir eru úr spínati eru oft kallaðir „Florentine“ í höfuðið á fæðingarborg Catherine sem var Flórens. 
  • Ferskt spinat geymist best í grænmetisskúffunni í ísskápnum og gott er að stinga bréfþurrku í spínatpokann því spínatið er enn að „anda“ og bréfið dregur í sig vökva og spínatið blotnar því síður. Best er þó að geyma spinatið sem minnst heldur neyta þess strax. 
  • Allir þekkja til teiknimyndahetjunnar Stjána Bláa sem fékk ofurkrafta eftir að hafa neytt ótæpilega af spínati. 
  • Þýski vísindamaðurinn Emil von Wolff sem vann að mælingum á járnmagni í spínati árið 1870, staðsetti kommuna í magninu af járni á vitlausan stað sem leyddi til þess magnið var sagt tíu sinnum meira en það var raunverulega. 
  • Þessi misskilngur með magnið af járni í spínati var ekki leiðréttur fyrr en árið 1930 og enn þann dag í dag er spínatið talið járnríkara en það er vegna þessa. Þetta er einnig talin ástæða þess að Stjáni Blái var talinn fá járnkrafta í vöðva af mikilli neyslu af spínati.
  • Í fyrri heimstyrjöldinni var frönskum hermönnum sem þjáðust af miklum blæðingum, gefið vín sem var búið að blanda með spínatsafa.

Heimildir:
Samtal við Ingólf Guðnason garðyrkjubónda á Garðyrkjustöðinni Engi.
http://www.holltoggott.is/
http://www.visir.is/islenskt-spinat-reyndist-hreint-ekki-vera-spinat/article/2016160409431
http://www.heilsutorg.is/is/frettir/superfaedi-spinat
http://www.bbl.is/frettir/fraedsluhornid/spinat-%E2%80%93-ekki-bara-fyrir-stjana-blaa/11461/
https://en.wikipedia.org/wiki/Spinach
http://www.rawfamily.com/oxalic-acid-in-spinach
https://en.wikipedia.org/wiki/Oxalic_acid
http://www.expressworkday.org/leafy-greens-oxalates-alkaloids-and-rotating-your-greens/
http://www.livestrong.com/article/472236-side-effects-of-oxalic-acid/
http://islenskt.is/vorur/id/1538/fjallaspinat

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi