Nýjar norrænar næringaringaráðleggingar og mataræðið á Heilsustofnun

Nýjar norrænar ráðlegginar í mataræði eru algjörlega í samræmi við mataræðið sem boðið er upp á Heilsustofun NLFÍ í Hveragerði

Í vikunni voru gefnar út nýjar norrænar næringarráðleggingar sem lúta að því að efla lýðheilsu og stuðla að umhverfisvernd á Norðurlöndum.
Þessar ráðleggingar byggja á vísindalegum grunni rannsókna á sviði heilsu- og umhverfisverndar.

Í nýju norrænu ráðleggingum er:

  • Mælt með aukinni neyslu á baunum einkum af umhverfislegum ástæðum.
  • Mælt er með aukinni neyslu heilkorns, bæði af heilsufarslegum og umhverfislegum ástæðum. Mælt er með því að neyta að minnst kosti 90 gramma af heilkorni á dag.
  • Mælt er með samtals 500–800 grömmum á dag af ýmiss konar grænmeti, ávöxtum og berjum.  
  • Mælt er með aukinni neyslu fiskmetis úr sjálfbærum stofnum, bæði af heilsufarslegum og umhverfislegum ástæðum. Mælt er með því að neytt sé 300–450 gramma á viku, þar af að minnsta kosti 200 gramma af feitum fiski. 
  • Minna af rauðu kjöti.  Af heilbrigðisástæðum er mælt með því að neysla á rauðu kjöti fari ekki yfir 350 grömm á viku. Halda ber neyslu á unnu rauðu kjöti í lágmarki. Af umhverfisástæðum ætti neysla á rauðu kjöti að vera töluvert minni en 350 grömm.
  • Mælt er með því takmarka matvörum með viðbættum sykri, salti og fitu
  • Mælt er með hóflegri áfengisdrykkju.

Það er gaman að segja frá því að þessar nýju ráðlegginar ríma algjörlega við mataræðið sem boðið er upp á Heilsustofnun.

Á Heilsustofnun er sérstök áhersla er lögð á fæðu úr jurtaríkinu eins og til dæmis grænmeti, baunir, linsur,  heilkorn, og ávexti. Leitast við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri eins og mögulegt er. Fæðið inniheldur einnig fisk, egg og mjólkurvörur. Kjöt er ekki á matseðlinum en boðið er upp á fiskrétt  a.m.k. tvisvar í viku.  
Heilsustofnun gengur lengra en norrænu ráðleggingarnar og bíður ekki upp á neitt kjöt.

Það er stefna Heilsustofnunar að hafa sem minnst af unnum matvælum. Hráefnin eru valin að kostgæfni og leitast er að því að elda allan mat frá grunni á staðnum.

Heilsustofnun er stolt af því að vera í fararbroddi þegar kemur að næringu og mataræði sem boðið er upp á.

Maturinn á Heilsustofnun er næringarríkur og girnilegur
Fjölbreytt úrval af grænmetisfæði

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi