Samkvæmt nýlegri rannsókn frá Cornell háskóla sem birtist í vísindaritinu Evolutionary Psychological Science, þá borða karlmenn mun meira ef sessunautar þeirra eru kvenmenn en ef þeir væru bara til borðs með öðrum karlmönnum.
Rannsóknin var gerð á 105 fullorðnum einstaklingum á ítölskum veitingastað þar sem boðið var uppá hlaðborð „buffet“. Mælt var hversu margar pítsasneiðar og hve margar skálar af salati hver einstaklingur borðaði.
Karlmenn sem borðu með a.m.k. einum kvenmanni borðuðu 93% meira af pítsu og 86% meira af salati en þeir sem snæddu bara með öðrum karlmönnum. Skammtastærðir kvenmannanna voru hins vegar þær sömu, sama hvort þær borðuðu með karlmönnum eða kvenmönnum. Kvenmennirnir sögðustu hins vegar upplifa að þær hefðu borðað of mikið og of hratt þegar þær borðuðu bara með karlmönnum.
Rannsakendur komast að þeirri niðurstöðu að þessi rannsókn sýni að karlmenn borði yfir sig til að ganga í augum á konum og sýnast miklir karlar. Þetta sést einnig í ofátskeppnum þar sem karlmenn eru alltaf í meirihiluta.
Það væri þá kannski gott megrunarráð fyrir karlmenn að fara minna út að borða með hinu kyninu. Karlmenn verða líka helst að finna aðrar leiðir eða „keppnir“ en ofát til að ganga í augum á kvenmönnum því ofát mun klárlega ekki skila sér í heilbrigði karlmanna eða gera þá meira aðlagandi í augum kvenmanna.
Heimildir:
http://www.sciencedaily.com/releases/2015/11/151117112053.htm
http://link.springer.com/article/10.1007%2Fs40806-015-0035-3