Neysla unninna kjötvara eykur líkur á krabbameini


Nýlega birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Alþjóða krabbameinsrannsóknarstofnunin (International Agency for Research on Cancer – IARC) niðurstöður skýrslu sem bendir til þess að mikil neysla unninna kjötvara sé krabbameinsvaldandi.

Niðurstöðurnar benda m.a. til þess að ef neytt er 50 g af unnum kjötvörum dagleg þá aukast líkur á ristilkrabbameini um heil 18%. Þegar talað er um unnar kjötvörur er átt við vinnslu þar sem kjötið er saltað, reykt eða rotvarið. Sem dæmi má nefna skinku, hangikjöt, saltkjöt, beikon, pylsur, bjúgu og kjötfars.
Þessar niðurstöður eru nú áhyggjuefni því neysla á beikoni  (50 g af beikoni = 2 sneiðar) hefur aukist gríðarlega á Íslandi undanfarin ár með vinsældum mataræðiskúra sem takmarka kolvetnaneyslu eins og LKL kúra.   Árið 2013 voru t.d. flutt inn 300 tonn af svínakjöti sem fór í beikonframleiðslu, því innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurninni.

Þessar niðurstöður eru engin ný sannandi fyrir þá sem aðhyllast náttúrulækningastefnuna og hefur Náttúrulækningafélagið allt frá stofnun árið 1937 barist fyrir hollum neysluháttum og m.a. með því að takmarka kjötneyslu. Í því sambandi má nefna að kjöt hefur aldrei verið á boðstólnum á Heilsustofnun NLFÍ frá stofnun hennar fyrir 60 árum.

Á heimasíðu NLFÍ má kynna sér ýmislegt er tengist þessari frétt beint og óbeint. Þar ber líklega fyrst að nefna Jónas Kristjánsson læknir, frumkvöðull og stofnandi NLFÍ og Heilsustofunar sem ritaði mikið um  mataræði og tengsl sjúkdóma og má kynna sér góða grein frá honum hér um náttúrulækningastefnuna.  https://nlfi.is/litid-um-oxl-og-fram-a-leid

Einnig virðist margt benda til þess að við mannverur séum betur til þess fallnar að neyta grænmetis en dýraafurðu bæði m.t.t. heilbrigðis og umhverfisverndar. Hér má kynna sér grein um það málefni. https://nlfi.is/graenmetisfaedi-er-thad-framtidin

Þegar talið berst að mikilli neyslu á unnum kjötvörum kemur óneytanlega upp í hugann dýravelferð. Því eftir því sem kjötneyslan eykst þá eykst framleiðsla og dýravelferð gleymist oft þegar framleiðslan verður of mikil og allt er gert til þess að fá sem mest af kjöti fyrir minnstan pening. Þessi umræða hefur verið mjög hávær á Íslandi undanfarið því fréttir hafa sýnt okkur mjög slæma meðferð á dýrum í íslenskri alifugla- og svínaræktun. Hér er grein um þetta málefni https://nlfi.is/dyravelferd

Að þessu sögðu ættum við að tileinka okkur náttúrulækningalífsstílinn sem hvetur til neyslu á heilsusamlegum matvörum, takmarkar neyslu á dýraafurðum, stuðlar að umhverfisvernd og dýravelferð.

Heimildir:
http://www.iarc.fr/en/media-centre/pr/2015/pdfs/pr240_E.pdf
http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item27935/Takmorkum_neyslu_a_unnum_kjotvorum
http://ruv.is/frett/unnar-kjotvorur-krabbameinsvaldandi
http://www.sciencedaily.com/releases/2015/10/151027135116.htm
http://www.visir.is/stor-hluti-beikons-a-islandi-ur-innfluttum-svinasidum/article/2014707079993

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing