Nýlega komu niðurstöður úr rannsókn sem athugaði áhrif mikillar próteinneyslu á ýmsa heilsufarslega þætti eins og líkum á krabbameini, sykursýki og dauðsfölllum. Þessi rannsókn er athyglisverð í ljósi vinsælda lágkolvetnamataræðis nú á dögum. Lágkolvetnamataræði hefur óhjákvæmilega í för með sér mikla prótein- og fituneyslu og oftí formi dýrafurða.
Rannsóknin tók til 6381 fullorðinna bandarískra einstaklinga frá 50 ára aldri. Þessir einstaklingar voru teknir úr rannsóknarniðurstöðum NHANES III rannsóknarinnar. NHANES (National Health and Nutrition Examination Survey) er bandarísk rannsókn sem gerð er reglulega á næringu og sjúkdómum Bandaríkjamanna og nær yfir langt tímabil.
Að meðaltali voru einstaklingarnir í rannsókninni að borða um 1832 hitaeiningar á dag og voru að meðaltali 51% orkunnar frá kolvetnum, 33% úr fitu og próteinum 16% (þar af 11% úr dýrapróteinum). Einstaklingum var skipt í eftirfarandi hópa eftir próteinneyslu:
– Mikil próteinneysla – 20% eða meira af hitaeiningum úr próteinum.
– Miðlungs próteinneyla – 10-19 % af hitaeiningum úr próteinum.
– Lítil próteinneysla – Minna en 10% af hitaeiningum úr próteinum
Vert er að benda á að samkvæmt könnun sem gerð var á mataræði Íslendinga á árunum 2010-11 var heildarpróteinneysla okkar Íslendinga um 18%. Þeir sem aðhyllast lágkolvetnamataræði hafa talað um að fá 5-40% orkunnar í kolvetnum en % orkunnar í próteinum er ekki getið. Það má gera ráð fyrir að próteinneyslan sé vel yfir 20% þegar kolvetnin eru undir 40%.
Samkvæmt þessari banarísku rannsókn voru einstaklingar (karlar og konur) á aldrinum 50-65 ára, sem neyttu mikilla próteina með 75% aukningu í dánartíðni og fjórfalda aukingu á dauðsfalli af völdum krabbameins á 18 ára tímabili.
Ef að próteinneyslan var aðallega úr jurtaríkinu voru þessi tengsl við neyslunnar við aukna dánartíðni eða krabbamein ekki til staðar.
Á hinn boginn sýndi rannsóknin þveröfugar niðurstöður hjá þeim sem eru eldri en 65 ára. Fólk í þeim aldursflokki sem neytti mikið af próteinum voru í minni hættu á krabbameini og dánartíðini lækkaði hjá þeim. En fimmföld aukning var á dauðföllum af völdum sykursýki hjá öllum aldursflokkum ef mikið var neytt af próteinum
Þessar niðurstöður eru áhugaverðar og sérstaklega í ljósi þess að fjölda rannsókna hafa komið fram á undanförnum árum sem sýna að aukin próteinneysla virðst m.a. geta minnkað líkur á áunninni sykursýki (týpu II).
Það kemur ekki óvart eins og kemur fram í niðurstöðunum að próteinneysla úr jurtaríkinu er heilsu- og lífsverndandiþáttur en mikil próteinneysla úr dýrríkinu hefur þveröfug áhrif.
Frá stofnun Náttúrulækningafélags Íslands árið 1937 hefur félagið lagt áherslu á að neyslu á ferskum afurðum úr náttúrunni m.a ávaxta grænmetis, hneta, bauna, grófu kornmeti og neyta frekar próteina úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Þessi nýja rannsókn ýtir undir heilsuvernandi áhrif þessara matvara.
Heimildir:
http://download.cell.com/cell-metabolism/pdf/PIIS155041311400062X.pdf?intermediate=true
http://ncp.sagepub.com/content/26/3/300.long
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item15518/Hvadborda_samantekt.pdf