Matur er mannsins megin, árlegt blað Matvæla- næringarfræðafélags Íslands (MNÍ), kom út í dag.
Blaðið er gefið út í tilefni matvæladags MNÍ sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 16. október. Dagurinn verður helgaður ráðleggingum um mataræði og næringarefni og hvernig þær nýtast í daglegu lífi. Nánari upplýsingar um matvæladaginn má nálgast hér: http://mni.is/mni/?D10cID=ReadEvent3&id=421
Í blaðinu er ýmis fróðleikur um mat og næringu. Í blaðinu er m.a að finna grein um mataræðið á á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði með yfirskriftinni „Náttúruleg lifandi fæða er meðalið okkar“. Til að lesa greinina, smellið á myndina með fréttinni.
Hér er hægt að nálast allt blaðið:
http://mni.is/D10/_Files/matvaeladagurinn_2013_LowRes.pdf