Matþörungaferð NLFR þriðjudaginn 12. ágúst

Matþörungaferð NLFR verður þriðjudaginn 12. ágúst. Tekið verður á móti fólki kl. 12:45 við Kópuvík í Innri Njarðavík. Bílum lagt við Brekadal.

Þetta er stutt ganga en fjaran þarna er auðug af matþörungum. Leiðsögumaður er Eydís Mary Jónsdóttir land- og umhverfisfræðingur. Hún kennir að þekkja, tína og verka söl og annað girnilegt fjörumeti.

Þátttakendur þurfa að klæða sig eftir veðri, vera í vatnsheldum skóm eða stígvélum og hafa með sér poka til að safna í, til dæmis strigapoka. Gott er að taka vatnsbrúsa með.

Takmarkaður fjöldi. Skráning með tölvupósti á nlfi@nlfi.is með nafni, kennitölu og símanúmeri.

Verð 3.500 krónur. Frítt fyrir félagsmenn NLFR. Smelltu hér til að gerast félagsmaður NLFR

Related posts

„Heilsustofnun getur ekki beðið lengur“

Þjónusta Heilsustofnunar geti lagst af í núverandi mynd

Innviðaskuld í endurhæfingu