Lífrænt vottuð matvælaframleiðsla

Í ljósi mikillar umræðu í samfélaginu um sóðalega „vistvæna“ eggjaframleiðslu vill NLFÍ árétta ályktanir sínar um lífræna vottaða framleiðslu frá Landþingi:
Landsþing NLFÍ hvetur stjórnvöld til að móta stefnu um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og að taka upp skipulegan stuðning við lífræna aðlögun í landbúnaði. Vísindalegum rannsóknum fjölgar sem sýna fram á að lífrænar aðferðir auka langtíma hagkvæmni í framleiðslu, hafa jákvæð áhrif á lífríki og umhverfi, auka næringarefnainnihald matvæla og stuðla að bættu heilsufari. Matvara með lífræna vottun er án erfðabreyttra afurða.

Íslenskir neytendur verða að læra af þessu atviki í eitt skipti fyrir öll og þrýsta á stjórnvöld, eftirlitsaðila, framleiðendur að koma á skýrum reglum og eftirliti er snúa að matvælaframleiðslu sem stuðlar að sem bestri velferð manna, dýra og náttúru okkar.
Síðast en ekki síst snýr þetta að okkur neytendum að velja þær vörur sem framleiddar eru undir þessum formerkjum sem lýst er að ofan, þó þær séu eitthvað dýrari. Með þessu erum við að fjárfesta í heilsu okkar og framtíð íslensks landbúnaðar.

Berum ábyrð á eigin heilsu og veljum lífrænar vörur.

Related posts

Bleik október hugleiðing

Snyrtivörur og aðrar eitraðar vörur í umhverfi okkar

Forvarnir okkar eru að falla – Fljótum sofandi að feigðarósi