Lífræn ræktun – Framtíð okkar allra

Frá stofnun NLFÍ árið 1937 hefur félagið barist fyrir heilnæmum lifnaðarháttum. Með lífrænni ræktun og framleiðslu er verið að stuðla umhverfisvernd, sjálfbærni og matvælaframleiðsla með lýðheilsu og dýravelferð að leiðarljósi.
Á síðasta Landsþingi NLFÍ árið 2023 var svohljóðandi ályktun samþykkt. „Landsþing NLFÍ skorar á stjórnvöld að standa enn betur að eflingu lífrænnar framleiðslu hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar aukna ræktun á grænmeti og korni. Lífrænar ræktunar- og eldisaðferðir draga úr gróðurhúsaáhrifum með aukinni bindingu kolefnis í jarðvegi og rannsóknir staðfesta að þær skila hreinni matvælum með fjölþættari næringarsamsetningu.“


Mikilvægi lífrænnar ræktunar hefur aukist mjög mikið undanfarna áratugi með aukinni fólksfjölgun, miklu álagi á öll vistkerfi mannsins m.a. með óábyrgum búskaparháttum.
Talið er að við séum að missa um 30 knattspyrnuvelli af jarðvegi á hverri mínútu vegna óábyrgra búskaparhátta.  Notkun eitraðrar varnarefna hefur 26-faldast á síðustu 50 árum.   (heimild, lifraentisland.is).
Lífrænt ræktun stuðlar að bættri heilsu því lífrænar matvörur eru næringarríkari en þær sem eru ræktaðar við ólífrænar aðstæður. Í ræktun nútímans er miklu meiri áhersla á magn og þyngd en næringargildi (magn vítamín og steinefna) þess sem verið að rækta. Þetta hafa mælingar á næringargildi grænmetis sýnt og er magnið af t.d. magnesíum 75% minna í gulrótum í dag samanborið við  árið 1985.

Það er því alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur jarðarbúa að fara að taka upp sjálfbærari og hollari ræktun og er lífrænt ræktun ein af lausnunum í þeim efnum.
Sjálfbærni er grunnur að því að við getum lifað á og af jörðinni í framtíðinni. Vottanir á sviði sjálfbærni sem felst m.a. í lífrænni ræktun er mikilvægt fyrir framleiðendur til að sanna fyrir neytendum að þeir séu að huga að sjálfbærni í sinni framleiðslu.

Vottuð merki um lífræna ræktun eru til marks um að við framleiðslu hráefna í tiltekna vöru sé alþjóðlegum stöðlum um lífræna ræktun verið fylgt.
Vottunarstofan Tún er frumkvöðull í lífrænum vottunum á Íslandi og hefur í 30 ár  sinnt úttektum og vottunum á sjálfbærum nytjum lands og sjávar.

Merki vottunarstofunnar Túns um lífrænt vottaða vöru

Það er mikilvægt fyrir neytendur að þekkja þessi lífrænu vottunarmerki í búðum ef maður er að reyna að versla lífrænar vörur. Ekki er nóg að það standi „bio“ eða „organic“ á vörunni til þess að hún sé lífræn, það verða að vera vottuð merki um lífræna ræktun til að hægt sé að treysta því að þetta sé lífrænt.
Hér má kynna sér þessi vottunarmerki.

Skilyrði um lífræna ræktun eru m.a.:

  • Án eiturefna, ónáttúrulegra varnarefna og tilbúins áburðar.
  • Erfðabreytt efni eru bönnuð í lífrænni ræktun.
  • Skiptiræktun í stað síræktunar.
  • Búfénaður fær nátturulegt lífræn fóðurefni og notkun hormóna er bönnuð.
  • Vottaðar af óháðum aðila sem gengur úr skugga um að framleitt sé samkvæmt alþjóðlegum reglum.

Dæmi um íslenska framleiðendur sem eru með vottaða lífræna ræktun:

Veljum lífrænt fyrir framtíð okkar og móður Jarðar.

Heimaræktun er grænmeti er dæmi um frábæra sjálfbærni

Heimildir:

https://www.mast.is/is/matvaelafyrirtaeki/sertaek-framleidsla-eda-vara/lifraen-framleidsla
https://lifraentisland.is/2024/04/17/haerra-naeringarinnihald-i-lifraenum-matvorum/
https://lifraentisland.is/framleidendur/
https://lifraentisland.is/2022/11/08/heilbrigdur-jardvegur-hollur-matur-og-heilbrigd-planeta/
https://www.tun.is/
https://nlfi.is/natturan/thekkir-thu-vottudu-merkin-a-matvorum-um-lifraena-raektun/

Related posts

Grasaferð hjá Heilsustofnun

Sumarlokun skrifstofu NLFÍ

Hlaup fyrir lífið – Hugleiðing um hlaup