Undirritaður starfar sem næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ og fær til sín hundruði einstaklinga á hverju ári í næringarráðgjöf.
Margir af þessum einstaklingum eiga í miklum vandræðum með að minnka inntöku á óhollustu s.s. sætindum, kexi, kökum, áfengi og gosdrykkjum sem flæðir út um allt í nútíma samfélagi á Vesturlöndum.
Ég hef lengi lofað skjólstæðingum mínum að ég muni taka saman hversu marga daga á ári meðal Íslendingur getur dekrað við sig í mat og drykk.
Hér fyrir neðan er upptalning á þeim dögum í árinu þar sem undirritaður getur gert sér glaðan dag í mat og drykk.
Þessi upptalning miðar við árið 2017 og á við 42 ára fjölskylduföður sem á eiginkonu og þrjár dætur:
Lögboðnir frídagar/Dekurdagar
1. janúar – Nýrársdagur
6. janúar – Þrettándinn
9. apríl – Pálmasunnudagur
13. apríl – Skírdagur
14.apríl – Föstudagurinn langi
16.apríl – Páskadagur
17. apríl – Annar í páskum
1. maí – Verkalýðsdagurinn
25. maí – Uppstigningardagur
4.júní – Hvítasunnudagur
5. júní – Annar í hvítasunnu
17.júní – Lýðveldisdagurinn
7.ágúst – Frídagur verslunarmanna
24. desember – Aðfangadagur
25. desember – Jóladagur
26.desember – Annar í jólum
31. desember – Gamlársdagur
17 dagar
Aðrir kósýdagar
20.janúar – Bóndadagur
19. febrúar – Konudagur
27. febrúar – Bolludagur
28.febrúar – Sprengidagur
1.mars – Öskudagur
20.apríl – Sumardagurinn fyrsti
14.maí – Mæðradagurinn
12. nóvember Feðradagurinn
8 dagar
Afmælisveislur
Eigin afmælisveisla
Afmælisveislur 3 dætra
Afmæli eiginkonunnar
Amma/mamma/pabbi (70 ára stórafmæli)
2 systur
4 frænkur
3 vinir
12 barnaafmæli
29 dagar
Kósýheit í vinnu
Kósýkaffi (2x í mánuði, ekki í júlí): 22 kósýkaffi
Afmæli vinnufélaga – 6x á ári
Grillveisla
Sumarfögnuður
Deildin fór út að borða
31 dagar
Annað
Skírn 2x (skírn dóttur)
Brúðkaup 2x (Eigin gifting)
Fermingarveislur 2x
Lionsfundur í hverjum mánuði 10x (missti af tveimur)
Herrakvöld Lionsklúbbsins Njarðar
Sviðamessa Lionsklúbbsins Njarðar
Jólaball 2x
Jólaskemmtun 2x
Matarklúbbur 4x
Innflutningspartý
Árshátið 2x
Þorrblót
Jólahlaðborð 2x (í vinnu konunar og minni)
Árshátíð 2x (í vinnu konunnar og minni)
Skötuveilsa
Hátíðir í leikskóla 3x
Sumarbústaður 2x
Utanlandsferðir 3x ( helgarferð með konunni (4 dagar), strákaferð (bjórferð – 4 dagar), afmælisveilsa í útlöndum (3 dagar)) – Alls 11 dagar
52 kósýkvöld í fjölskyldunni (einn dagur af fimmtudags-, föstudags- laugardags- og sunnudagur, að meðaltali 1x í viku)
107 dagar
Alls 192 dagar af 365 dögum – 53%. Rúmlega helming af árinu getum við verið að dekra við okkur í mat og drykk.
Þetta er brjálæðislega mikið og auðvitað er ég ekki búinn að éta á mig gat þessa 192 daga (þá væri ég 300 kg) en ég hef tækifæri til þess stóran hluta ársins.
Þetta eru örugglega ekki öll kósýheitin á einu ári, því á mínum vinnustað (þó hann heiti HEILSUstofnun) flýtur góðgæti um allar deildir, alla daga ársins.
Af þessari upptalningu er alveg ljóst að nútímamaðurinn verður að vera mjög meðvitaður um það hvað hann lætur ofan í sig í öllum þeim matarveislum sem hann fer í á einu ári. Lærum að njóta góðs matar í góðra vina hópi án þess að éta okkur til ólífis.
Lærum líka að halda veislur og heimboð án þess að það sé á við meðal fermingarveislu.
1 Ummæli
Ágæti Geir Gunnar! Af þessari skilgreiningu þinni og upptalningu álykta ég, að þú sért á hálum ís, meint í léttu. Skilji ég þig rétt, ertu að benda á alls kyns blikkandi ljós. Það er gott út af fyrir sig. En hvert er þitt val og hver er þín leiðbeining? Ég veit að engin ein leið er algild. Við erum misjöfn eins og við erum mörg. Eins og ég hef aðhyllst þá skoðun í áratugi að umferðin eigi að vera einföld og auðskilin, tengi ég við heilsugöngu okkar með nákvæmlega sömu formerkjum.
Comments are closed.
Add Comment