Kaffikorgur er næringarríkur

Kaffi er einn vinsælasti drykkur í heimi og það er boðið upp á kaffi hvert sem maður fer. Kaffi telst ekki til hollustuvara sem ætti að vera hluti af heilbrigðum lífsstíl en þó er það staðreynd að kaffi inniheldur fenólsambönd sem eru öflug andoxunarefni í líkamanum.

En það er ekki bara kaffið sjálft sem er áhugavert næringarlega séð, því kaffikorgurinn gæti verið jafn næringarríkur. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er kaffikorgurinn er ekki síður ríkur af fenólsamböndum en kaffið sjálft. Í rannsókn sem birt var í vísindaritinu „Journal of Agricultural and Food Chemistry“ notuðu vísindamenn þrjár mismunandi aðferðir til að einangra fenólsamböndin úr kaffikorginum. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að kaffikorgurinn innhélt oft meira magn fenólsambanda en kaffið sjálft.

Það er því vonandi að  í framtíðinni að við getum farið að nota kaffikorginn eða afurðir hans í matseld okkar til að auka næringargildi matarins, í stað þess að henda honum alltaf í ruslið. Það er nefnilega áhugavert að velta þessum tveimur spurningum fyrir sér.
– Hvað ætli að meðalmaður kaffidrykkjumaður hendi miklu magni af kaffikorgið í ruslið á hverju ári?
– Hvað er mikið af góðum andoxunarefnum í öllum þessum kaffikorgi sem er hent?

Þýtt og endursagt úr eftirfarandi grein:
http://www.sciencedaily.com/releases/2015/05/150513112035.htm

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is 

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing