Grænmetisfæði – Er það framtíðin?

Efni þessa pistils fjallar um grænmetisfæði og kosti þess að tileinka sér það. Umræðan um grænmetisfæði á vel við nú á dögum þegar við erum að verða vitni að því í framleiðslu á kjöti að dýravelferð er oft ekki í forgang.
Hér eru fimm góðar ástæður til þess að gerast grænmetisætur eða tileinka sér grænmetisfæði:

Dýravelferð
Ein helsta ástæða þess að gerast grænmetisæði væri sú að þá værum við að huga að dýravelferð og værum hjartagóðar og skynsamar verur.  Það er oft mjög illa farið með dýr í framleiðslu á kjöti og þessi meðferð vesnar eftir því sem eftirspurnin eftir kjötinu eykst. Því með aukinni framleiðslu eyskt þörfin fyrir stærri skepnur sem framleiddar eru á sem skemmstum tíma.
Það segir sig sjálf að aðbúnaðar dýranna minnkar eftir því sem þau stækka og þeim fjölgar. Þetta er einfaldlega ekki jafna sem gengur upp til lengri tíma ef við ætlum sífellt að auka kjötneyslu okkar.

Umhverfis- og náttúruvernd
Það er vanhugsað orkulega séð að framleiða kjöt til manneldis. Ef við tökum t.d. nautgriparækt þá þarf nautið 16 sinnum meiri orku til vaxtar en hægt er að fá úr kjötinu við slátrun. En það er ekki bara að við séum að fæða dýrin á mikilli orku heldur fer ótrúlega mikið af vatni í framleiðslu á kjöti.  Ræktun á grænmeti þarf aðeins brot af því vatni sem ræktun á dýrum þarf. (97% munur á karftöfluræktun og kjúklingaræktun miðað við kg. fyrir kg.)
Kjötframleiðsla er því almennt mun óvistvænni en grænmetisframleiðsla. Þannig að grænmetisræktun hefur klárlega vinninginn sem vinur Jarðar með minni úrgangi, orkueyðsla, vatnseyðsla og einnig fer oft mun meira land undir kjötframleiðslu en grænmetisræktun.

Heilsan
Þær eru ófáar vísindarannsóknirnar sem hafa sýnt að grænmetisfæði er heilsusamlegt. Grænmetisfæði hefur sýnt  fram á að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, sykrusýki týpu 2 og krabbameini. En þetta eru einmitt þeir sjúkdómar sem í daglegu tali eru nefndir lífsstílssjúkdómar og eru að stóru leyti okkar lífsstíl um að kenna m.a. mataræði okkar.
Til að tryggja það að líkaminn sé vel nærður verða grænmetisætur að gæta að því að fá D-vítamín, B12-vítamín, omega-3 fitusýrur, járn, sink og kalk í formi fæðubótar eða setja saman grænmetisfæðið af mikilli kostgæfni.
Matur semvið neytum úr dýraríkinu ef oft mjög ríkur af viðbættum aukaefnum til að viðhalda geymsluþoli, útliti og gæðum kjötsins (þráavarnar,lit- og rotvarnarefni) og eru þessi efni oft á tíðum síður en svo góð fyrir heilsu okkar. Auk þess eru dýraafurðir oft mjög hitaeiningaríkar sem stuðlar frekar að offitu hjá okkur. En alltof margir íbúar þessarar Jarðar eru að kljást við offitu og offþyngd.

Sparnaður
Það er dýrt að lifa í dag og grænmetisfæði  er ódýrara en dýrafæði sérstaklega ef við ræktum eitthvað af okkar eigin grænmeti. Þó að ferskar jurtaafurðir í matvörubúðum séu dýrari en einhver pakkamatur með kjötafurð erum við sannarlega að fjárfesta í heilsu okkar með því að kaupa ferskar jurtaafurðir. Einnig mun allt samfélagið græða með heilbrigðari landsmönnum og það verður meiri framleiðni, minna af veikindum og útgjöld til heilbrigðismála munu minnka.

Í framhaldi af þessum kostum grænmetisfæðis er áhugavert að skyggnast betur í þær tegnundir grænmetisfæðis sem til eru:
– Ovo (egg) grænmetisætur: Jurtafæði ásamt eggum.
– Lacto (mjólkur) grænmetisætur: Jurtafæði ásamt mjólkurvörum.
– Ovo-lacto grænmetisætur: Jurtafæði ásamt eggjum og mjólkurvörum
– Vegan Strangt jurtafæði sem útlokar allar dýraafurðir eins og mjólk, hunang, egg og aðrar afurðir sem gætu innhaldið dýraafurðir eða ef dýr koma við sögu í framleiðslunni. Má þar nefna hlaup sem gæti innihaldið svínafitu eða lyftiduft sem hefði verið framleitt með dýrarannsóknum.
– Hráfæðis grænmetisæta: Neyta einungis feskra  og ósoðinna ávaxta, hneta, fræja og grænmetis. Jurtafæða sem aðeins má vera hitað uppað vissu hitastigi
– Ávaxtaætur (Fruitarianism): Neyta einungis ávaxta, hneta, fræja og annara planta sem hægt er að týna án þess að skaða móðurplöntuna.
– Sattvic mataræði (Jóga mataræði):  Jurtafæði sem leyfir mjólkurvörur (en ekki egg) og hunang. En þetta mataræði útilokar lauka og þeirra ætt, rauðar linubaunir, durian ávexti, sveppi, blámygluosta, gerjaðar matvörur, áfengi og mjög oft útilokar þetta mataræði einnig kaffi, svart- og grænt te, súkkulaði, múskat eða matvæli sem gætu innihaldið örvandi efni.
– Jain grænmetisfæði: Jurtafæði sem inniheldur mjólkurvörur en útilokar egg, hunang og rótargrænmeti.
– Makróbíótískt mataræði: Mataræði sem inniheldur að mestu heilkorn og baunir..

Þó að við gerumst ekki grænmetisætur getum við tileinkað okkur jurtafæði að mestu leyti og  leyft okkur kjötát frekar til hátíðarbrigða. Leitast eftir því að þegar við neytum kjöts að það sé ræktað lífrænt og með dýravelferð í huga og auðvitað að muna eftir grænmetinu á diskinn líka.

Heimildir:
www.britishmeat.com/49.htm
www.alternet.org/story/85828/top_ten_reasons_to_go_vegetarian
www.michaelbluejay.com/veg/environment.html
www.ncp.sagepub.com/content/25/6/613.long
www.en.wikipedia.org/wiki/Vegetarianism

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni  ritstjori@nlfi.is

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing