Gamlir brandarar

Tímaritið Heilsuvernd var gefið út af Náttúrulækningafélagi Íslands frá árinu 1946, í ritstjórn Jónasar Kristjánssonar og Björns L. Jónssonar. Þar var að finna mikinn fróðleik og margt heldur gildi sínu og vel, en annað hefur minni samhljóm í dag. Annað efni úr þessari tímaritaröð er t.d. gamanmál sem forvitnilegt er að rýna í, en brandarar breytast og eiga kannski ekki hljómgrunn hjá uppistöndurnum dagsins í dag.

Þetta er m.a. gamaldags læknabrandarar sem nokkrir hitta í mark en sumir eru hreinn og beinn aulahúmor.

  • Málgefin öldruð kona var hjá lækni og lét dæluna ganga um vanheilsu sína, en læknirinn kom engu orði að. „Sýnið mér tunguna í yður“ gat hann loksins sagt. Konan hlýddi og rak út úr sér tunguna.“Hlustið nú á ráðleggingar mínar, og haldið tungunni úti á meðan“ sagði þá læknirinn.
  • „Það er kominn maður til að stilla píanóið, frú“ sagði stofustúlkan við húsmóður sína… Til að stilla píanóið? En ég hef ekki beðið um það. „Nei , það gerðu nágrannarnir okkar“
  • Óli hitti lækninn á förnum vegi og sagði við hann: „Mikið afbragðs meðal var það, sem þú  gafst kerlingunni minni um daginn. Áður var hún bara hás, en nú getur hún ekki sagt eitt einasta orð“.
  • Læknirinn: Þér hafið járnskrokk.
    Sjúklingurinn: Það er ánægjulegt að heyra.
    Læknirinn: Nokkuð svo. Járnið er nefnilega orðið mjög ryðgað.
  • Gamall kennari var á gangi að morgni dags, er mannýgt naut æddi að honum. Kennarinn komst við illan leik gegnum hlið á girðingu, snéri sér að bola og hrópaði: „Og þetta eru þakkirnar fyrir að hafa verið jurtaæta alla ævi og aldrei bragðað kjöt“!
  • Augnlæknirinn: Sérðu nokkuð svarta beltti fyrir augnum eftir að þú fórst að nota gleraugun?
    Sjúklingurinn: Já, mikil ósköp, nú sé ég þá miklu betur.
  • Læknirinn við sjúkling, sem er mjög skjálfhentur: Dekkið þér mikið? Sjúklingurinn: Nei, mest af því fer utan hjá.
  • Læknirinn: Hér er lyfseðill fyrir svefntöflum, sem nægja yður í þrjár vikur. Sjúklingurinn: Þakka yður kærlega fyrir, læknir, en ég hef bara ekki tíma til að sofa svo lengi.
  • Lækningavísindum hafa tekið svo miklum framförum, að nú finnst varla nokkur fullfrískur maður.
  • Kennslukonan: Magnús, getur þú nefnt mér dæmi um hæfileika mannslíkamans til að laga sig eftir aðstæðum? Magnús: Já, pabbi minn hefur bætt á sig 50 kg ánd þess að springa.

Related posts

Gervilíf

Saga skógræktar á Íslandi

Bleik október hugleiðing